Saga - 1952, Side 3

Saga - 1952, Side 3
Sifjaspjallamál Tómasar Böðvarssonar og Þórdísar Halldórsdóttur. Brot úr réttarfarssögu 17. aldar. Árið 1608 hefst mál í Hegranessþingi, sem hefur hlotið að vekja mikið umtal í héraði. Það sýnist hafa hrundið af stað algerlega löglaus- um aðgerðum af hálfu danska valdsins hér, sem áður hafa verið óþekktar. Þetta mál er líka speg- ill af lagaframkvæmd hér á landi um þá tíma. Og það sýnir einnig refsilög þeirra tíma í fram- kvæmd og viðleitni manna til undankomu und- an inum hörðu og ómannúðlegu refsilögum. Loks er það nokkur vottur um galdratrú almenn- ings um þær mundir. Þegar mál þetta hófst, voru ríkastir menn í Hegranessþingi Guðbrandur biskup Þorláksson á Hólum, inn mikilhæfasti og aðsópsmesti allra biskupa þar í lúterskum sið, og Jón lögmaður Sigurðsson á Reynistað, þá sýslumaður í Hegra- nessþingi, vitur maður, harðsnúinn og kallaður nokkur undirhyggjumaður. Þessir höfðingjar voru lengstum litlir vinir, þó að frændsemi væri nieð þeim. Þeir voru skyldir að þriðja manni og fjórða, talið frá Solveigu ríku Þorleifsdóttur, þannig:

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.