Saga - 1952, Blaðsíða 11
269
sumarið og var á þingi. Skipaði hann málið
heim í hérað til rækilegra rannsaks og dóms-
uppkvaðningar.
I héraði hvorki rekur né gengur. Þórdís situr
áfram við sinn keip og segist engan mann hafa
kennt. Lögmaður færir hana til alþingis árin
1610 og 1611, að því er virðist, en lögmenn og
lögrétta geta ekki greitt málið. Má vera, að þeir
höfðingjar Skagfirðinga hafi ekki haft mjög
mikinn hug á því að gera rækilega gangskör að
málinu. En lögmaður sýnist hafa fært Þórdísi
til alþingis sér til afsökunar. Herluf Daa hafði
siglt aftur og kemur ekki út fyrr en 1612. Var
hann þá á alþingi. Þangað komu nú einnig Þór-
dís og Tómas, og hefur það sjálfsagt verið að
tilhlutun Jóns lögmanns. Mun höfuðsmanni
hafa þótt lítið hafa verið að gert síðan 1609, er
málið hafði verið sett heim í hérað. Hinn 1. júlí
1612 á alþingi gefur höfuðsmaður út bréf, sem
sýnilega er stílað upp á mál þeirra Tómasar og
Þórdísar og meðferð þess. Með inu mikla mál-
æði þeirra tíma útmálar höfuðsmaður þá miklu
synd og ósiðsemi, sem í landinu viðgangist, er
barnsmæður vilji ekki segja til faðernis barna
sinna, sem einatt megi vera af því, að börnin
séu getin í meinum. Með því að slík þrjózka
mæðranna sé refsilaus, þá muni það verða
mörgum ókristilegum konum til uppörfunar til
þess að þrjózkast við að gegna skyldu sinni til
viðurkenningar sannleikans. Guð 17. aldar
manna var ákaflega firrtinn og refsigjarn, eins
og kunnugt er, og höfuðsmaður segir því, að
drottinn muni vera bálreiður vegna þessa
ókristilega framferðis og hljóti að eyða lönd og
ríki, svo sem hann hafi að fornu gert og heilög