Saga - 1952, Síða 12
270
ritning sanni. Segist höfuðsmaður því fyrir
hönd hans hátignar konungsins skipa svo fyrir,
að sóknarprestur skuli þrjá sunnudaga í röð
áminna slíka forherta syndara af predikunar-
stóli um, að þeir hverfi frá villu síns vegar og
leiði sannleikann í ljós, og biðja fyrir þeim
„eina kristilega bæn“. Ef þetta hrífur ekki, þá
skyldi sýslumaður, þar sem slíkar „letfærdige"
konur eru, kveðja til sín prófastinn og prestinn
og sex góða menn til viðurvistar, og skyldi síð-
an spyrja konuna með „jomfru“, eða klemmum
á fingri, enda skyldi sýslumaður hvorki „lade
bruge gunst eller gave“ (þ. e. hvorki sjá í gegn-
um fingur við aðilja né taka við gjöfum af
bamsmóður né öðrum) henni til linkindar.
Skyldi svo bóka játningu hennar og innsigla.
Segist höfuðsmaður loks ekki hafa getað feng-
ið bréf konungs til þessarar ákvörðunar „udi
denne besörgelige tid“, og á hann þar með við
Kalmarstyrjöldina svonefnda milli Dana og
Svía, sem stóð þessi árin. En þetta segir hann,
að gilda skuli, þar til er konungur mæli öðru-
vísi.1)
Að landslögum var svo með farið, ef kona
vildi ekki segja til faðernis barns síns: Skyldu
kennimenn veita konunni áminningar. Ef þær
hrifu ekki, þá mátti „setja hana út af sakra-
menti“. Þóttu það auðvitað þungar búsifjar á
þeim tímum, með því að það gat að trú almenn-
ings varðað sáluhjálp aðilja, enda mikil minnk-
un samkvæmt almenningsáliti þá. Ef þessar að-
gerðir báru ekki árangur, þá gat komið til refs-
ingar fyrir mótþróa við veraldleg og kirkjuleg
1) Alþingisb. íslands IV. 185-187.