Saga - 1952, Page 13

Saga - 1952, Page 13
271 yfirvöld. Var svo mælt í alþingissamþykkt einni frá 1574,1) að konur, sem ekki vildu segja til faðernis barna sinna, skyldu vera rétt teknar undir þá refsing, sem dómur dæmir eftir atvik- um, „hverja kynning þær hafa hver í sínu hér- aði“. Var sýslumanni með dómsmönnum falið að ákveða refsingu þessa heima í héraði eftir álitum („arbitrært"), og var hún venjulega fólgin í fésekt eða nokkurum vandarhöggum. Svo sýnist því máli hafa verið lokið, nema síðar kæmu nýjar upplýsingar um málið. Þessi refs- ing var lögð á fyrir mótþróa konunnar og er alls annars eðlis en prófun á henni með pynd- ingum, enda þótt óttinn við refsingu gæti líka leitt til skýrslu um barnsfaðerni. Það er vafalaust, að höfuðsmann brast alla heimild til þess að gefa áðurnefnda skipan. Rannsókn máls með pyndingum við sökunaut var óþekkt í íslenzkum lögum, og höfuðsmaður hafði auðvitað ekkert löggjafarvald, en til slíkra aðgerða þurfti vitanlega lagaheimild. Það kom líka skjótt á daginn, að menn vildu ekki hafa þá meðferð, sem höfuðsmaður skipaði. Segir nú, að höfuðsmaður hafi viljað láta pynda Þórdísi þar á alþingi til faðernislýsingar, og að hann hafi krafizt úrslitadóms af lögmönnum og lög- réttu um málið. Lögréttan taldi sig alls ekki geta kveðið upp dóm í málinu. Lögmenn og lög- réttan synjaði einnig að beita pyndingum, því að það væri óheimilt samkvæmt íslenzkum lög- um, enda skyldi faðernislýsing vera fengin að vilja aðilja. Nærri má geta, hvernig konunni hefur verið 1) Alþingisb. íslands I. 236.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.