Saga - 1952, Síða 16

Saga - 1952, Síða 16
274 svarað, eins og áður, að hún vissi ekki annað en það, sem hún hefði áður sagt, og upp á það vildi hún deyja. Það hafði sannazt, að hún sór, að því er ætla mátti, vísvitandi rangan eið árið 1608 á Seyluþingi, svo að virða má fógeta til vorkunnar, þó að hann legði ekki trúnað á full- yrðingu hennar, enda er ekki sennilegt, að bisk- up hafi gert það heldur eða lögmaður, en þeir hafa viljað hlífa henni, en það vildi fógeti ekki og mátti ekki, ef hann skyldi hlýða boði höfuðs- manns, húsbónda síns. Þegar hér var komið, þá skipaði fógeti böðli að leggja skrúfu á fingur Þórdísar. Hún var pyndingatæki, sem herða mátti, fast eða laust, að vild, að hendi aðilja. Og kom böðullinn þá með skrúfuna á fingur henni. Hefur hann lagt hana á, en eigi hert á þegar. Þá spurði Þórdís fógeta, hvers vegna hann ætlaði að kvelja hana. En hann svaraði svo, að það væri af því, að hún vildi ekki segja sannleikann, heldur vildi hún „gera sig að Maríu“, þ. e. að hún hefði fætt ein- getið barn, og vekja með því reiði drottins. Hún spurði hann þá, hvað hann vildi, að hún segði. En hann svaraði því auðvitað, að hann vildi, að hún segði satt um faðerni barnsins. Hún spurði hann þá, hvort hann grunaði hana um samlag við nokkurn karlmann. Hann kvað vissu- lega svo vera og helzt grunaði hann hana um samfarir við mág hennar, Tómas Böðvarsson, með því að enginn annar karlmaður hefði um þær mundir verið á bænum en hann, eftir því sem hann hefði fregið. Hún neitaði auðvitað samförum við Tómas. Þá bauð fógeti böðlinum að pína hana og áminnti hana enn að segja sannleikann og ljúga ekki á nokkurn mann. Og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.