Saga - 1952, Page 19

Saga - 1952, Page 19
277 Tómas neitaði eindregið áburði hennar og bauð eið. Fógeti sinnti því boði að engu, en krafði dómendur dóms um það, hvort honum væri ekki heimilt að taka Tómas til fanga og leggja hann í „kongsins járn“, og hafði Tómas þá verið mitt á meðal þingmanna. Fógeti kom þá fyrir dóm- endur og flutti mál sitt, og dómendur byrjuðu að semja dóm sinn. Tómas hefur auðvitað getið sér til, hver dómsniðurstaðan yrði, og ef til vill búizt við pyndingum, slíkum sem Þórdísi hafði verið hótað svo greinilega, og síðan dauðadómi samkvæmt Stóradómi. Þegar svo var komið, kallaði Guðbrandur biskup á fógeta og bað hann að tala við sig einslega um málaferli sín. Jafn- skjótt sem Tómas sá, að fógeti hafði af honum augun, stóð hann upp, hljóp á bak hesti sínum, sem víst hefur staðið þar söðlaður hjá, því að flóttinn sýnist hafa verið undirbúinn, og hleypti yfir hvað, sem fyrir varð, fen og foræði. Segir fógeti, að hann hafi farið það allt svo sem slétt- ur ís væri. Þingmenn kölluðu þegar til fógeta og sögðu honum, hvað í hafði gerzt. Fékk fógeti nú 20-30 góða, sterka menn og hesta til eftir- farar, en svo bar við, að hestar þeirra lágu drjúgum í og tafðist því för þeirra nokkuð. Samt drógu þeir Tómas uppi, þegar úr torfær- unum var komið, og er þeir höfðu rétt náð hon- um, þá laust yfir dimmri þoku, svo að eftir- fararmenn sáu naumast handa sinna skil. Þann veg bar Tómas undan.1) Komst hann til Austur- lands og í enskt fiskiskip hefur hann þá komizt, 1) í Sýslum. æfum II. 321 1. nmgr. segir, að Tómas hafi sloppið á alþingi 1612, en alrangt er það, enda segir Espólín, sem fer annars alveg eftir Birni á Skarðsá, að

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.