Saga - 1952, Side 24
282
sem kallaðir eru í dóminum fulltrúar (fuldmæg-
tige) hennar. Báru þeir fram skriflega vörn, og
hafa þeir þar sennilega flutt þær varnir, sem
greindar hafa verið, bæði um gallana á barns-
faðernislýsingu hennar og um galdragrunsemd-
ina á hendur Tómasi Böðvarssyni. Hafa þeir
talið Tómas hafa komizt yfir hana með gern-
ingum og fært henni það til sýknu eða linkind-
ar. Eftir flutning málsins af beggja hendi kveða
umboðsdómendur svo upp dóm sinn, enda sést
þar ekki, að dómendur hafi gengið á Þórdísi um
barnsfaðernislýsingu hennar. Brot hennar virð-
ast dómendur telja vera þessi:
1. Eiðurinn á Seyluþingi í aprílmánuði 1608.
Segja dómendur, að Þórdís hafi þá svarið sig
vera hreina mey, enda þótt hún bæri þá barn
undir belti sínu og fæddi það daginn fyrir
Mikaelsmessu. Væri hún því sek um meinsæri,
sem greinir í Jónsbók Þjófab. 22. kap.1) Mein-
særi varðaði þriggja vetra útlegð til Noregs og
4 merkur til konungs, enda skyldu slíkir menn
einskis manns eiða eða vitna njóta, nema þeim
verði gefnar sakir, sem varða líf, limu eða al-
eigu. ókunnugt er, hvort þessi sök hefur verið
höfð uppi í stefnu þeirri, sem sögð er hafa verið
gerð Þórdísi, en það skiptir sjálfsagt ekki máli,
úr því að hin sökin leiddi til lífláts.
2. Þórdís er svo sökuð um það í dóminum, að
fyrst hafi hún ekki viljað lýsa föður að bami
sínu, með því að hún hafi þar með ætlað að
dylja ið óguðlega blóðskammarathæfi sitt.
Henni er og fundið það til foráttu, að hún hafi
á Vallalaugarþingi haft orð, er gera skyldu fað-
1) =21. kap. í útg. Kh. 1904.