Saga - 1952, Blaðsíða 29
287
allt að því, að hann hafi seilzt inn á valdsvið
konungs. Meðal kæruatriðanna er það eitt, að
hann hafi gefið út bréf um það, að konur, sem
ekki vildu góðviljuglega segja til faðernis barna
sinna, skyldi pína til sagna, enda hafi almenn-
ingur rökstutt það með bréfi þessu, að menn
nytu ekki íslenzkra laga, og væri það einnig
andstætt Stóradómi, sem Friðrik konungur 2.
hafi staðfest.1) Sjálfir voru nefndardómendur
í þeirri sök, að þeir héldu það sjálfsagt vera lög
hér, sem ekki var það, en þeirri skuld reyna þeir
að koma á Herluf Daa, enda hefur þessi sök
hans, auk annars, verið allmikil í þeirra augum.
Kæruskjal sitt hafa nefndardómendur svo
sent konungi. Þann 3. sept. 1618 svarar Herluf
Daa kæruatriðunum. Um þetta atriði getur
hann auðvitað ekki komizt hjá því að viður-
kenna ina heimildarlausu útgáfu bréfs síns, en
hann réttlætir hana með tvennu móti. í fyrsta
lagi með því, að lauslátar konur vilji ekki segja
til faðernis barna sinna og dylji þar með blóð-
skömm og annað syndugt líferni sitt. Segir
hann, að biskupar, lögmenn og sýslumenn hafi
beðið sig að útvega bréf konungs til aðgerða
gegn slíku guðleysi og slíkri óhæfu. Segir hann
og, að bréf sitt hafi þegar gert mikið gagn í
þessa átt, enda hafi áður verið venja að refsa
slíkum óguðlegum konum með 3 marka sekt,
sem alls ekki hafi hrifið. í öðru lagi afsakar
Herluf Daa sig með því, að sér hafi ekki verið
unnt að ómaka konung um þetta í styrjöldinni,
og fyrir því hafi hann tekið það ráð að gefa út
skipun sína um pyndingar gagnvart oftnefnd-
1) Alþb. ísl. IV. 460-461.