Saga - 1952, Page 30

Saga - 1952, Page 30
288 um bamsmæðrum, og segist vona, að hvorki guð né konungur muni reiðast sér fyrir það.1) í svari sínu um þetta atriði2) taka nefndar- dómendurnir það berlega fram, að atferli Her- lufs Daa hafi verið beint brot við hans hátign konunginn, og að almenningur á Islandi hafi borið sig upp undan ákvörðun Daas um pynd- ingar kvenna, þar sem pyndingar séu andstæð- ar Stóradómi. Og víst má bæta því við, að eng- inn muni hafa beðið um pyndingar, heldur um einhverja refsingu fyrir það brot, að vilja ekki lýsa föður að barni. En svo er að sjá sem konungur hafi reiðzt Daa fyrir þessa og aðrar ávirðingar hans, því að vikið var honum úr hirðstjórasessi næsta ár og stórsektir varð hann að greiða til þess að losna við saksókn fyrir embættisaðgerðir sínar. En konungsskipun um pyndingar við barns- mæður, sem ekki sögðu til faðernis barna sinna, kom aldrei. Og ókunnugt er um það, að nokkru slíku hafi verið við þær beitt, þó að oft síðan væri torsótt að fá þær til að lýsa feður að óskil- getnum börnum sínum. Einar Amórsson. Aths. Guðbrandur bókavörður Jónsson hefur birt í „Sjö dauðasyndir" 1951 grein um mál þetta. Varð mér eigi kunnugt um grein hans, fyrr en eg hafði gengið frá grein þessari. En ýmislegt er hér talið fleira en þar er, og því er þessi grein hér birt. E. A. 1) Alþb. ísl. IV. 467-468. 2) Sama st. IV. 473.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.