Saga - 1952, Síða 31
Móðir Jóru biskupsdóttur.
í Sturlungu er getið margra kvenna, en það,
sem um þær er ritað eða frá þeim sagt, tekur
ekki mikið rúm, þótt lagt væri saman og öllu
haldið til skila. Konurnar eru nafngreindar
yfirleitt af ættfræðilegum ástæðum sökum
frændsemi eða sifja við þá karla, sem við sög-
una koma. Þó er það ekki sjaldan, að höfund-
ur kryddar sögu sína með því að lýsa konu
með einni eða tveimur einkunnum, af því að
honum þykir betur fara á því eða gera sögu
sína skilmerkilegri um atvik, sem sagan greinir
í því sambandi.
Nokkrar konur eru samt nefndar í Sturlungu
vegna eigin athafna þeirra, sem urðu annað-
hvort upphaf að atburðarás eða voru hlekkur
í atburðakeðju. Þegar þetta ber við, læt-
ur höfundur að jafnaði aðeins „verkin tala“,
og konan hverfur af sviðinu með öllu, er hún
hefur lokið því verki eða verkum, sem nauð-
syn þótti að skýra frá. í tölu þessara kvenna
er Yngvildur Þorgilsdóttir frá Staðarhóli, er
kemur við sögu Hvamm-Sturlu. Ekki hirðir
höfundur að lýsa konu þessari, hvorki hið ytra
né innra, en fræðir oss um nokkrar athafnir
hennar. Ef vér vissum það eitt um Yngvildi,
sem Sturlu saga greinir, mundum vér að lík-
Saga . 19