Saga - 1952, Síða 34
292
tilskilið,. að Guðrún skyldi ein ráða fyrir fé
Þorvalds, er þau kæmu í eina rekkju, og eiga
helming alls„ hvort sem samfarir þeirra yrðu
lengri eða skemmri. Þá skyldi Þorvaldur kaupa
gripi til handa henni, svo að engi jafnfjáð kona
ætti betri gripi. Guðrún var hér að engu spurð,
og er hún vissi þessi ráð, lét hún sér fátt um
finnast. Brúðkaup var síðan haldið í Garps-
dal síðla sumars. „Lítt unni Guðrún Þorvaldi",
og var erfið í gripakaupum. Engar gersemar
voru svo miklar á Vestfjörðum, að henni þætti
eigi skaplegt, að hún ætti, og galt fjandskap
Þorvaldi, ef hann keypti eigi, hversu dýrar
sem metnar voru. Þar kom, að Þorvaldur kvað
Guðrúnu ekki kunna hóf um gripakaupin og
sló hana kinnhest. Leiddi þetta til skilnaðar
þeirra, svo sem nánar greinir í Laxdælu, og
hafði Guðrún helming alls fjár. „Tvá vetr höfðu
þau ásamt verit“.
Sumum finnst, að hér sé sögð hreinlega sagan
af festarmálum og hjúskap Halldórs Bergs-
sonar og Yngvildar, þótt það verði ekki sannað,
eins og nokkur tilvik önnur, þar sem Laxdæla
bersýnilega notar atvik, sem Sturla saga skýr-
ir frá. Lítill vafi getur á því leikið, að um Hall-
dór hefur verið eins farið og Þorvald, að hann
hefur verið fjáður maður og þessvegna fengið
Yngvildar, og sennilega að henni fornspurðri.
Samkvæmt Sturlu sögu voru þau Halldór
og Yngvildur saman meðan Þorgils, faðir
hennar „var við“, en hann gekk í Þingeyra-
klaustur árið 1150, og af hinum tilvitnuðu orð-
um er það helzt að ráða, að þau hafi slitið
samvistir, þegar Þorgils var vikinn úr hérað-