Saga - 1952, Qupperneq 35
293
inu og Yngvildur hafði losnað undan taum-
haldi föður síns. Halldór fór þá utan ásamt
öðrum nafngreindum manni, sem erft hafði
mikið fé, en var lausingi í háttum. ,,Ok er þeir
komu um haf, réðust þeir til suðrferðar ok
önduðust báðir“, segir Sturlu saga.
Þorgils Oddason andaðist vorið 1151, en vet-
urinn áður hafði Oddi sonur hans andazt. Oddi
var lærður maður og vitur og manna snjall
astur í máli. Þótti að honum mikill mannskaði.
Einar bróðir hans tók nú einn við goðorði og
ættaróðalinu Staðarhóli.
Ekki er unnt að segja með vissu, hve gömul
Yngvildur var á þessum tímum, sem svo mikil-
vægar breytingar urðu á högum hennar og
aðstöðu. Hjúskap hennar var slitið, og hún
átti á bak að sjá mikilsvirtum bróður og föður,
og ennfremur einni systur. Höfðingi ættarinn-
ar var orðinn annarr bróðir hennar, sem, eftir
líkum að dæma, hefur verið henni óskapfeldur
og hún ekki borið traust til. Sennilegast er, að
Yngvildur hafi verið fædd um 1130, og ef hún
hefur ekki verið fædd það ár, þá fremur eftir
það en fyrir. Guðrún systir Yngvildar er í
Sturlu sögu talin síðust dætra Þorgils, en hún
átti dóttur, sem orðin var gjafvaxta um 1151
og giftist um það leyti, er hingað spurðist lát
Halldórs Bergssonar. Röð systranna í sögunni
er því alls ekki miðuð við aldur þeirra, því að
vissulega hefur Yngvildur verið yngri en Guð-
rún og líklega yngst systranna.
Um sömu mundir og Þorgils Oddason fór til
Þingeyra, keypti Sturla Þórðarson Gilssonar
Hvamm í Hvammsveit af Böðvari Barkarsyni,