Saga - 1952, Side 41

Saga - 1952, Side 41
299 ur hefur ekki farið úr héraði og norður í Eyja- fjörð að frændaráði. En það varðaði mann fjörbaugsgarð að fylgja konu úr fjórðungi vit- andi, að för hennar var gerð gegn vilja lög- ráðanda hennar1). Fylgdarmaður Yngvildar, Steingrímur kumbaldi Másson, er nafngreind- ur vegna þess, að hann gerðist með þessu sam- sekur henni um lagabrot. Steingrímur hefur ekki aðeins verið trúnaðarmaður Yngvildar, heldur einnig vinur Hvamm-Sturlu. Um Má son hans segir, að vísu löngu síðar, að hann hafi verið fornvin Sturlunga2). Sjálfsagt hefur karlbúningur Yngvildar, og önnur háttsemi hennar í þetta sinn, valdið hneikslan meðal margra manna í Dölum og orðið minnistætt umræðuefni. Hvort sagnir um þetta hafa lifað fram á daga höfundar Laxdælu, verður ekki vitað, en ekki verður hjá því komizt að telja, að hann notfæri sér í 35. kap. sögunnar á sína vísu einmitt þessa við- burði. Þó má vera, að hann hafi einungis fyrir sér frásögn Sturlu sögu. En ekki gat komið til mála að láta Guðrúnu Ósvífursdóttur fara með hlutverk konu, sem braut svo berlega í bág við kurteisi, að hún klæddist brókum með setgeira eða karlfötum. Höfundur lætur því Auði konu Þórðar Ingunnarsonar fara með hlutverkið, en Guðrúnu brýna Þórð á því, hve ókvenlegt þetta athæfi sé. Höfundur hefur líklega þekkt ákvæði Grágásar, sem segir: „Ef konur gerast svo af- 1) Grg. Ib 50. 2) Sturl. I. 411.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.