Saga - 1952, Síða 42

Saga - 1952, Síða 42
300 siða, að þær ganga í karlfötum“, þá varðar það fjörbaugsgarð1). En höfundur notar karlbún- að kvenna einnig á annan veg og einmitt í sama skyni og fyrirmynd hans gerði. Hann lætur konur búast karlfötum í 63. kap. sögunnar til þess að dylja, að þar séu konur á ferð. Helgi Harðbeinsson skipar konum þeim, er í selinu voru hjá honum, að „snarask í karlföt“ og taka hesta þá, er hjá selinu voru, og ríða sem hvatast burt; „kann vera, at þeir, sem nær oss sitja, þekki eigi, hvárt þar ríða karlar eða konur“. Þá víkur sögunni aftur til Þorvarðs. Svo vill til, að frá þessari fyrstu utanför hans segir í Prestssögu Guðmundar góða2). Fyllir hún og Sturlu saga hvor aðra upp um þetta atriði, en Guðmundar saga getur Yngvildar ekki. Þor- varður var nú átján vetra gamall og réð sér far með skipi, sem hirðmaður Inga konungs Haraldssonar, Jón að nafni, stýrði. Nú rauf Jón loforð sitt um farið og lét í haf án þess að Þorvarður kæmist með. En svo vel tókst til fyrir Þorvarð, að honum heppnaðist þegar í stað að fá far á öðru skipi, með kaupmönnum, sem ekki eru nafngreindir, en það skip hefur einnig legið í höfn inni í Eyjafirði, væntanlega að Gásum. Um brottför þessa skips segir í Sturlu sögu: ,,Ok er kaupmenn lögðu út eftir firði, hlóðu þeir segli ok skutu báti ok reru yfir á Galmansströnd. Ok gekk Yngvildur þar á skip ok fór í brott með Þorvarði". 1) Grg. Ib 47. 2) Sturl. I. 116.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.