Saga - 1952, Page 42

Saga - 1952, Page 42
300 siða, að þær ganga í karlfötum“, þá varðar það fjörbaugsgarð1). En höfundur notar karlbún- að kvenna einnig á annan veg og einmitt í sama skyni og fyrirmynd hans gerði. Hann lætur konur búast karlfötum í 63. kap. sögunnar til þess að dylja, að þar séu konur á ferð. Helgi Harðbeinsson skipar konum þeim, er í selinu voru hjá honum, að „snarask í karlföt“ og taka hesta þá, er hjá selinu voru, og ríða sem hvatast burt; „kann vera, at þeir, sem nær oss sitja, þekki eigi, hvárt þar ríða karlar eða konur“. Þá víkur sögunni aftur til Þorvarðs. Svo vill til, að frá þessari fyrstu utanför hans segir í Prestssögu Guðmundar góða2). Fyllir hún og Sturlu saga hvor aðra upp um þetta atriði, en Guðmundar saga getur Yngvildar ekki. Þor- varður var nú átján vetra gamall og réð sér far með skipi, sem hirðmaður Inga konungs Haraldssonar, Jón að nafni, stýrði. Nú rauf Jón loforð sitt um farið og lét í haf án þess að Þorvarður kæmist með. En svo vel tókst til fyrir Þorvarð, að honum heppnaðist þegar í stað að fá far á öðru skipi, með kaupmönnum, sem ekki eru nafngreindir, en það skip hefur einnig legið í höfn inni í Eyjafirði, væntanlega að Gásum. Um brottför þessa skips segir í Sturlu sögu: ,,Ok er kaupmenn lögðu út eftir firði, hlóðu þeir segli ok skutu báti ok reru yfir á Galmansströnd. Ok gekk Yngvildur þar á skip ok fór í brott með Þorvarði". 1) Grg. Ib 47. 2) Sturl. I. 116.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.