Saga - 1952, Side 43

Saga - 1952, Side 43
301 Ganga Yngvildar á skip þarna með þeim hætti, sem sagt er, bendir til þess, að hún hafi farið með leynd um Eyjafjörð og ekki gefið sig fram við frændur Þorvarðs. Ef til vill hef- ur hún stöðugt haldið dulargervi sínu. Auð- sætt er, að Þorvarður hefur beint för hennar til skips, það varðaði hann fjörbaugsgarð, þar sem hann vissi, að hún hafði ekki frænda ráð til farar úr landi1). Það er bert, að för þeirra Þorvarðs og Yng- vildar úr landi var flótti. Vér vitum ekki, hverir hafa verið trúnaðarmenn þeirra í þess- um efnum, auk hjónanna í Hvammi, en það þarf ekki að efa, að Ari hefur fylgt Þorvarði bróður sínum trúlega um allan undirbúning fararinnar, því að svo kær var hann þeim. Alveg er það óvíst, hvort Yngvildur hefur í upphafi vitað um þá fyrirætlan Þorvarðs að fara úr landi um sumarið. Trúlegt er, að hann hafi tekið þetta til bragðs vegna þess, að orð- rómurinn um mannvilluna hefur ekki þagnað, þótt jámberinn væri talinn skír að loknum járnburðinum. Þorvarður hefur hefur þá sagt Yngvildi frá fyrirætlan sinni um utanför. Er í þessu sambandi girnilegt og ekki úr vegi að taka hér upp frásögn í 40. kap. Laxdælu, er Kjartan segir Guðrúnu frá því, að hann hafi ráðið utanför, er hljóðar þannig: „Guðrún mælti: „Skjótt hefir þú þetta ráðit, Kjartan“. Hefir hún þar um nokkur orð, þau er Kjartan mátti skilja, at Guðrún lét sér ógetit at þessu. Kjartan mælti: „Lát þér eigi þetta 1) Grg. Ib 50.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.