Saga - 1952, Page 44

Saga - 1952, Page 44
302 mislíka; ek skal gera annan hlut, svá at þér þykki vel.“ Guðrún mælti: „Entu þetta, því at ek mun brátt yfir því lýsa.“ Kjartan bað hana svá gera. Guðrún mælti: „Þá vil ek fara útan með þér í sumar, ok hefir þú þá yfir bætt við mik þetta bráðræði, því at ekki ann ek íslandi.“ „Þat má eigi vera,“ segir Kjartan; „bræðr þínir eru óráðnir, en faðir þinn gamall, ok eru þeir allri forsjá sviptir, ef þú ferr af landi brott, ok bíð mín þrjá vetr.““ Við þessa tilvitnun skal hnýtt hér eftirfar- andi athugasemdum. I sögunni er engin grein gerð fyrir því, hversvegna Kjartan hefur á fundum sínum með Guðrúnu leynt hana, áður en hann fór suður til Borgarfjarðar, þeim ásetningi sínum að fara utan um sumarið til þriggja ára dvalar þar. Þá eru orð Guðrúnar: „því at ekki ann ek íslandi", dálítið kynleg. Þótt lesendur Laxdælu geti hugsað sér rökrétta skýringu á þeim, þá verður ekki séð þegar hér er komið sögu, að það fari vel á því af hálfu Guðrúnar að afneita ættjörð sinni svo blákalt. Loks er rökfærsla Kjartans fyrir þeirri synjun hans, að Guðrún fylgi honum utan, í rauninni ósamboðin honum, eftir því sem á undan var gengið, og þá ekki síður ósk hans eða krafa, að Guðrún bíði hans í þrjú ár. Hér er ekki ástfanginn riddari í ferð, heldur heimtu- frekur og eigingjarn smáborgari. Ef vér aftur á móti gerum ráð fyrir, að höf- undur Laxdælu hafi haft í huga sögu Þorvarðs og Yngvildar, þegar hann setti saman þenna kafla, koma orð þau, er hann leggur Guðrúnu

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.