Saga - 1952, Side 45
303
í munn, vel heim við það, sem Yngvildur kann
að hafa mælt við Þorvarð, er hann skýrði henni
frá, að hann hefði ráðið utanför sína. Hún
hafði sennilega um seinan uppgötvað, að ástir
þeirra voru í meinum, og hún gerzt brotleg
við heiður ættar sinnar.Hún hafði bakað sér
reiði ættarhöfðingjans, bróður síns, og lands-
lög og lög kirkjunnar mætlu þung viðurlög
við breytni hennar. Hún var eftir allt, sem á
daga hennar hafði drifið, óhamingjusöm kona,
sem hlaut, eins og komið var, að vilja flýja
land. Hún gat ekki unnað íslandi Hún fékk líka
kröfu sinni fullnægt að fara úr landi með Þor-
varði, en af sögulegri nauðsyn í Laxdælu varð
Guðrún að sitja heima.
Á hlið Þorvarðs horfði málið þannig við, að
ákæruréttur á hendur honum útaf málum hans
var fyrndur eftir þrjú ár, eða eftir þrjú þing,
og hefur hann ekki ætlað sér að koma heim aft-
ur, fyrr en að þeim tíma liðnum. Hér getur
leynzt skýringin á því, að Kjartan vildi að
Guðrún biði sín þrjá vetur.
Hvað sem þessu líður, þá hafa bæði Þorvarð-
ur og Yngvildur að líkindum hrósað happi, er
Noregsfar þeirra lét í haf undan Galmans-
strönd. Er skipið kom við Noreg, tók það land
í Björgvin, og þá kom í ljós, að skip það, er
Jón hirðmaður stýrði, hafði komið þar þremur
dögum áður. Er Þorvarður sté fótum á land,
vildi svo til, að fyrir honum varð Jón stýri-
maður. Kom þá í ljós, að Þorvarður bar ærið
þungan hug til hans. Vér vitum ekki, hvers-
vegna Jón brigðaði loforð sitt. Ef til vill hafði