Saga - 1952, Qupperneq 46
304
honum borizt til eyrna, að Þorvarður ætti ein-
hverjum sökum að svara, og ekki viljað baka
sér ábyrgð með flutningi hans. En Þorvarði
varð svo við fund þeirra, að hann laust Jón svo
rækilega með öxi sinni, að hann braut hana af
skafti, en Jón hlaut áverka af högginu og dó
næsta vetur. Máli Þorvarðs út af þessu lyktaði
þannig, að hann gerðist hirðmaður Inga kon-
ungs.
Við Yngvildi tók Gregorius Dagsson. Hann
var sverð og skjöldur Inga konungs og mestur
höfðingi lendra manna í þeirra manna minn-
um, er þá voru uppi, og hinn mesti vinur Is-
lendinga1). Hefur Yngvildur notið hér að ein-
hverra mikilsháttar manna eða haft meðferðis
skilríki um, til hverskonar manna hún átti að
telja. Sennilega hefur hún einnig borið það með
sér,, jafnvel í klæðum og skartgripum, að hér
var engin farandkona á ferð.
Þegar fréttist um utanför Þorvarðs og Yng-
vildar, magnaðist af nýju sá orðrómur, að þau
mundu vera foreldrar meyjarinnar Sigríðar,
sem fæddist að Ballará haustið 1157. Sagt var,
að skírslan hefði verið villt og hjónin í Hvammi,
Sturla og Ingibjörg hefðu verið í vitorði og
jafnvel í ráði með Þorvarði um allt framferði
þeirra Yngvildar.
Einar á Staðarhóli snýst nú með fjandskap
gegn Hvamm-Sturlu og kvað hann hafa vafið
sig í mikil vandræði og býr mál á hendur hon-
um fyrir þessa óhæfu og stefndi til alþingis
1) Snorri Sturluson: Heimsk. Hákonar s. herði-
breiðs, kap. 14.