Saga - 1952, Page 47

Saga - 1952, Page 47
305 1159. Gaf hann Sturlu að sök, að hann hafi ráðið Þorvarði til að segja Þorstein föður Sig- ríðar, þótt Þorvarður sjálfur væri faðirinn, og hefði Sturla gert í því mannvillu og kristni spell. Krafðist Einar fyrir dómi, að Sturla yrði fyrir þessar sakir dæmdur sekur fjörbaugs- maður. Sturla bauð eið fyrir, að hann hefði eigi verið í ráðum um mannvilluna, en hann bar eigi við að neita, að hún hefði átt sér stað. Einar svaraði boði Sturlu um eið með því að krefjast, að Sturla fengi með sér tólf eiðamenn til að sanna eið sinn, og mundi hann þá láta málið niður falla. Er til eiðvinningar kom, skildi Sturla það undir eiðstafinn, að hann hafi eigi ráðið Þorvarði til að gera mannvilluna. Þá vildi Einar bæta við: „og eigi vitað með honum“. Sturlu þótti hér til ofmikils mælzt og sagði: „Eigi hugði eg mig um það mundu sekan verða, þótt eg segði eigi óhöpp eftir tengda- mönnum mínum, meðan eg var eigi að spurð- ur“. Þá kvað Einar menn hafa mátt heyra, hvort Sturla hafi vitað mannvilluna. Var það al- mannarómur, að Sturla hafi vitað hana. Nú hafði Einar eigi greitt fé það, er Klængur biskup hafði gert honum að greiða sumarið áður. Sturla kærði því Einar fyrir rof á al- þingissætt og lét varða fjörbaugsgarð. Við svo búið fóru hvortveggju málin í dóm og gengu fram með þeim úrslitum, að báðir tveir, Einar og Sturla, urðu sekir fjörbaugsmenn. Eftir þingið söfnuðu báðir liði til féránsdóma, og fékk hvor um sig marga höfðingja til liðs við sig. Saga . 20 L

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.