Saga - 1952, Blaðsíða 49
307
kjöri Magnúsar Gizurarsonar, aðallega vegna
þess, að hann var ekki úr Norðlendingafjórð-
ungi1).
II.
Einar Þorgilsson á Staðarhóli andaðist 15.
desember 1185 af sárum, er hann hafði hlotið í
septembermánuði næstan áður. í sambandi við
þessa frásögn í íslendinga sögu Sturlu Þórðar-
sonar segir þar á þessa leið:
„Eftir Einar Þorgilsson áttu arf að taka
systur hans. Þá hafði Þorvaldur Gizurarson
fengið Jóru, dóttur Klængs biskups og Yng-
vildar Þorgilsdóttur....Yngvildur var með
Þorvaldi, þá er Einar var veginn, og sótti
hún hann að etfirmáli"2).
Þetta er í fyrsta og einasta sinn, sem segir
frá Yngvildi, síðan hún réðst til Gregoríusar
Dagssonar eftir komu sína til Noregs 1158.
Ólíklegt er, að hún hafi komið út á undan Þor-
varði, eins og málum hennar og högum var
komið, áður en hún fór utan. Nú féll Gregoríus
Dagsson í janúarmánuði 1161, og er því ekki
ósennilegt, að hún hafi komið út á því ári eða
hinu næsta.
Það vill svo til, að Þorvaldur Gizurarson
kemur í fyrsta sinn við sögu, er hann tekur
hér við erfðamáli af hendi Yngvildar tengda-
móður sinnar árið 1186. Mál þetta var tvíþætt.
I fyrsta lagi að koma lögum yfir þá tvo ungu
1) Sturl. I. 117 og 152.
2) Sturl. I. 230.