Saga - 1952, Page 50

Saga - 1952, Page 50
308 menn, sem valdir voru að dauða Einars, og í annan stað að sækja erfðamálið sjálft. Einar átti ekkert barn skilgetið, en eina dóttur laun- getna, Kolfinnu, sem gift var Þorvaldi Snorra- syni í Vatnsfirði. Hafði Einar gefið þessari dóttur sinni meira en heimilt var að lögum, og þar á meðal ættaróðalið Staðarhól1). Var Sal- björg Ketilsdóttir, móðir Kolfinnu, þar fyrir búi. Banamenn Einars höfðu komizt undir vemd- arvæng mikilsháttar manna vestra, þeirra á meðal Ara sterka Þorgilssonar, er átt hafði Kolfinnu systur Þorvalds Gizurarsonar, en skilið við hana og tekið saman við Guðnýju Böðvarsdóttur, ekkju Hvamm-Sturlu. í erfða- málinu var að sjálfsögðu Þorvaldi Vatnsfirð- ingi að mæta. Er ekki ólíklegt, að þessi mál hafi verið höfundi Laxdælu hvöt til að rekja ættir bæði til Þorvalds í Vatnsfirði, kap. 31, og Ara sterka, kap. 78. Þorvaldi Gizurarsyni þótti nauðsyn að fá góða menn til stuðnings sér við málarekstur- inn. Fór hann því á fund Jóns Loftssonar í Odda og leitaði ráða hans og liðveizlu. Jón svaraði á þessa leið: „Það eitt var vinfengi okkar Einars, að mér er fyrir þá sök engi vandi á þessu máli. En þá þykkir mér í óvænt efni komið, ef það skal eigi rétta, er skillitlir menn drepa niður höfðingja, og vil eg því heita þér minni liðveizlu, þá er til þings kemur“2). Vorið 1186 fór Þorvaldur ásamt Magnúsi 1) Sturl. I. 450. 2) Sturl. I. 230.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.