Saga - 1952, Side 52

Saga - 1952, Side 52
310 hann af taka og bannaði styrklega. Mansöngs- kvæði vildi hann eigi heyra, né kveða láta, en þó fékk hann því eigi af komið með öllu. Það er sagt, að hinn heilagi Jón biskup kom að einn tíma, er einn klerkur, er Klængur hét, og var Þorsteinsson, er síðan varð biskup í Skálholti, las versabók þá, er heitir Ovidius de arte. En í þeirri bók talar meistari Ovidius um kvenna- ástir, og kennir með hverjum hætti menn skulu þær gilja og nálgast þeirra vilja. Sem hinn sæli Johannes sá og undirstóð, hvað hann las, fyrirbauð hann honum að heyra þessháttar bók, og sagði, að mannsins breyzklig náttúra væri nógu framfús til munuðlífs og hold- ligrar ástar, þó að maður tendraði eigi sinn hug upp með saurligum og syndsamligum dikt- um"1). „Það er sagt“, segir höfundur, svo að ekki hefur heimildin verið örugg. Þó hefur hann viljað halda sögunni á loft um hinn unga Klæng. En nú var Klængur fæddur 1105 og kom að Hólum 12 ára gamall. Jón biskup and- aðist 1121, svo að ekki hefur Klængur verið eldri en 16 ára, er hann fékk þessa áminningu Jóns biskups, sem þó kom ekki að haldi. Ef til vill hefur höfundur með sögunni einnig vilj- að gefa í skyn, að líkt hafi verið farið um Klæng og Yngvildi, og segir í sögunni um Flóres og Blankiflúr: „tóku þau að elskast af rétri ást; en þau námu þá bók, er heitir Ovi- dius de arte amandi, en hún er gerð af ást, og þótti þeim mikil skemtan og gleði af“. 1) Bisk. I. 237—238.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.