Saga - 1952, Page 54

Saga - 1952, Page 54
312 Giftermaal. Maaske har Forfatteren med Flid undladt at nævne det“1). Þetta ritar þessi sagn- fræðingur í athugagrein neðanmáls í tilefni af hjúskap Þorvalds Gizurarsonar og Jóru biskups- dóttur,, og er sýnilega að efni til uppritun á því, sem Finnur biskup segir um málið. Þriðji söguritarinn, sem hér skal nefndur, er dr. Jón Þorkelsson, síðar rektor. Hann segir, að þau Klængur biskup og Yngvildur hafi gengið að eigast árið 1161. Hefur hann senni- lega byggt þetta á því, sem áðurnefndir tveir sagnfræðingar höfðu ritað. Við hjúskap þenna hefur dr. Jón ekkert sérstakt að athuga, því að aðrir biskupar íslenzkir hafi verið kvæntir, og nefnir hann því til sönnunar Pál biskup og Magnús Gizurarson2). Þá hafa tveir sagnfræðingar á þessari öld vikið að þessu máli. Bogi Th. Melsted ritar um það í íslendinga sögu sinni. Hann hafnar þeirri skoðun, að Klængur biskup hafi kvænzt Yng- vildi, því að biskupar hafi ekki mátt kvongast, og segir, að Jóra hafi verið lausaleiksbarn. Þá ræðir hann um það, hvenær ástafar foreldra hennar muni hafa átt sér stað. Hallast hann að því, að það hafi verið einhvern tíma á árunum 1152—56. Hyggur hann, að ástæðan fyrir því, að Hvamm-Sturla vantreysti Klængi biskupi til réttdæmis í gerðinni 1160 um málin við Einar á Staðarhóli, hafi verið sú.aðKlængur biskup hafi áður átt vingott við Yngvildi, systur Einars3). 1) Det norske Folks Historie III. 801. 2) Ævisaga Gizurar Þorvaldssonar, bls. 6—7 n.m. 3) íslendinga saga III, bls. 260—61.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.