Saga - 1952, Síða 55
313
Loks drepur dr. theol. Jón biskup Helgason á
málið. Hann kveður ekki fastara að orði en það,
að tilgáta Finns biskups um hjónaband Klængs
biskups og Yngvildar sé „fremur ótrúleg, því
að hvað sem annars Ingveldi líður, þá var nú
svo komið í kirkjunni, að mjög litlar líkur eru
til, að nokkur biskup hefði árætt að fara að
ganga í hjónaband eftir að hann var orðinn
biskup, sá er ekki var kvæntur áður en hann
varð það"1.
f frásögn sinni af Klængi biskupi segir Finn-
ur biskup: „De genere quo sit oriundus nil con-
stat“2), þ. e. ekkert er víst um, hverrar ættar
hann hafi verið. Finnur biskup hefur haft fyrir
sér Hungurvöku, en þar er Klængur, er biskups-
kjör hans fór fram, kynntur á þessa leið: „Þá
váru þat allra manna kjör, sem ráða áttu, með
forsjó Bjarnar biskups á Hólum, at menn kjöru
til biskups norðlenzkan mann, þann er Klængur
hét, ok var Þorsteinsson ok Halldóru Eyjúlfs-
dóttur3). Engin nánari deili eru hér sögð á
foreldrum hans. Stingur það talsvert í stúf við,
hve rækilega höfundur rekur ættir fyrirrenn-
ara Klængs, Magnúsar biskups Einarssonar og
Þorláks biskups Runólfssonar.
Nú vill svo til að í Árnasafni (A.M. 162 fol.)
eru varðveitt blöð þar sem raktar eru ættir
biskupa, þar á meðal ætt Klængs biskups, en
móðir hans er nefnd þar Hildur en ekki Hall-
dóra, en það skiptir oss ekki máli. Finnur
1) Kristnisaga íslands I. bls. 73—74.
2) Hist. eccl. I. 280.
3) Bisk. I. 80.