Saga - 1952, Side 56

Saga - 1952, Side 56
314 biskup hefur ekki þekkt þetta handrit, en það er prentað í fyrsta sinn í Viðbæti við útgáfu Jóns Sigurðssonar af Landnámu 18431). Sýni- lega hefur P. A. Munch og Jón Þorkelssyni, sem gaf út sitt rit um Guzur Þorvaldsson árið 1868, báðum sézt yfir þenna Viðbæti við Land- námu. Ef þeir hefðu kynnt sér ætt Klængs biskups þarna, mundu þeir vissulega ekki hafa fullyrt, að þau Yngvildur hafi gengið í hjóna- band. Einnig má ráða af tilvitnuðum ummæl- um B. Th. Melsted og dr. Jóns Helgasonar biskups, að þeir hafa ekki haft í minni ætt Klængs biskups. Lítill vafi getur á því leikið, að höfundur Hungurvöku, sem nafngreinir Gizur Hallsson meðal heimildarmanna sinna, hefur kunnað góð skil á framætt Klængs biskups, en af ásettu ráði ekki hirt að fræða menn um það efni. Og hann forðast af góðum og gildum ástæðum að minnast á kynni biskupsins og Yngvildar. Af sömu ástæðum segir höfundur engin deili á föður Klængs biskups og hagar orðum eins og um sé að ræða óþekktan norðlenzkan mann, sem átt hafi son, að nafni Klængur. En svo var háttað, að faðir þessa norðlenzka Klængs og faðir Yngvildar Þorgilsdóttur voru systra- synir, svo sem sjá má af þessu ættartölubroti: Ari Þorgilsson á Reykhólum Þorkatla & Am. Klængss. Hallbera & Oddi Snæriss. I I Þorsteinn Þorgils I I Klængur biskup Yngvildur 1) íslendingasögur I. 356 og 361.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.