Saga - 1952, Side 57
315
Hér kemur það í ljós, að Klængur biskup og
Yngvildur voru þremenningar .að frændsemi.
Skyldleiki þeirra var jafn þeirra Yngvildar og
Þorvarðs Þorgeirssonar. Þetta skýrir til fulln-
ustu, hví Hungurvaka er svo fáorð um föður-
kyn Klængs og nefnir Yngvildi ekki. Verkefni
höfundar var að halda á lofti því, sem prýddi
hinn látna höfðingja á Skálholtsstóli, en ekki
að rifja upp viðkvæm efni, sem liggja máttu í
láginni1). Þetta hefur glapið söguritara á 19.
og 20. öld. En miður afsakanleg vangá á sér
einnig stað hjá hinum sömu söguriturum, er
þeir fjölyrða um mál Yngvildar og Þorvarðs,
en minnast ekki á skyldleika þeirra, sem skýrir
nægilega, hversvegna Yngvildur ól barn sitt á
laun, málið um mannvilluna, og för hennar og
Þorvarðs úr landi með þeim atburðum, sem lýst
var hér á undan.
Efir lýsingu hinna fornu söguritara hefur
Klængur biskup verið í senn mannkostamaður,
glæsimenni og lærdómsmaður, sem að þessu
samantöldu vart hefur átt sinn líka á biskups-
1) Enginn getur með rökum vefengt, að sami sé
höfundur Hungurvöku og eldri Þorláks sögu helga.
Það er eftirtektarvert, að höfundur beitir sömu að-
ferð í sögugerð sinni í báðum. Hann þegir vandlega
um merkisatriði, se^m hann af ásettu ráði hirðir
ekki að greina frá. í Hungurvöku sneiðir hann hjá
að skýra frá föðurætt Klængs biskups og barn-
eign hans. 1 Þorlákssögu helga minnist hann hvorki
á deilur Þorláks biskups og Jóns Loftssonar né að-
gerðir biskups útaf meinbugum á hjónabandi Snæ-
laugar Högnadóttur og Þórðar Böðvarssonar. Þess-
um atriðum báðum er aftur gerð rækileg skil í Þor-
lákssögu yngri.