Saga - 1952, Side 61
319
merkilegu lýsingu Þorgils sögu og Hafliða á
Reykhólaveizlunni, en þó þykir vel fallið að
taka upp megineinkenni þessa mannfagnaðar:
„Þar var nú glaumr ok gleði mikil, skemmtan
góð ok margs konar leikar, bæði dansleikar,
glímur ok sagnaskemmtan. Þar var sjau nætr
fastar ok fullar setit at boðinu"1). Ekki er
ósennilegt, að sumar veizlurnar í Skálholti í
tíð Klængs biskups hafi verið með svipuðum
hætt og hér segir, þó er efasamt, að dans hafi
verið stiginn í veizlum biskupsins eins og hjá
frænda hans, prestinum á Reykhólum.
Eftir lýsingu Hungurvöku er það auðsætt,
að þar fór snildarmaður, er Klængur biskup
var. Ekkert getur verið öruggara en það, að
hann hafi átt flestra kosta völ meðal kvenna,
og að þvílíkur maður muni ekki hafa bundið
ástir við aðra konu en þá, sem haft hefur margt
til síns ágætis og á fleiri vegu verið afbragð
annarra kvenna. Benda má á það, að báðir elsk-
hugar Yngvildar, Þorvarður og Klængur voru
skáld, og Klængur í röð höfuðskálda, þarsem
Snorri vitnar til hans í Háttatali. Það er og
ekki ólíklegt, að Yngvildur hafi haft einhver
kynni af bóklegum fræðum. Oddi bróðir henn-
ar var að fóstri hjá Sæmundi presti Sigfús-
syni í Odda og varð fróður2). Það má ganga
að því vísu,. að jómfrú Ingunn á Hólum hafi
ekki verið hin eina kona á íslandi á fyrri hluta
12. aldar, sem nam bókleg fræði. Hennar er
getið af því, að hún var svo fær, að námssvein-
1) Sturl. I. 27.
2) Sturl. I. 63.