Saga - 1952, Page 70

Saga - 1952, Page 70
328 velja, annaðhvort að rangfeðra barnið eða láta það ófeðrað. Ef fyrri leiðnn var farin, var framin mamivilla, og ætla má, að hvorugt for- eldranna hafi viljað fara þá leið og leyna hinu rétta faðerni með þeim hætti. Hin leiðin, að láta barnið vera ófeðrað opinberlega, var eðli- legri og líkalega talsvert tíðkuð, þegar nauð- syn bar til. Það virðist ekki hafa varðað við lög þá fremur en nú, að móðir léti barn sitt vera ófeðrað svo lengi sem hún þurfti ekki til annarra að leita um framfærslu þess. Sennilega hafa sumir þeirra manna, sem til forna voru aðeins kenndir við mæður sínar, verið ófeðr- aðir sökum ofnáins skyldleika eða sifja for- eldranna, þótt hitt væri ekki ótítt, að barn fætt í hjónabandi væri af einni eða annarri ástæðu jafnan kennt við móður sína en ekki föður. Þótt telja megi víst, að faðerni Jóru biskups- dóttur hafi ekki verið gert uppskátt fyrir al- menningi fyrr en að föður hennar látnum, get- ur það ekki verið efamál, að honum og þó fyrst og fremst móðurinni hafi verið það hugar- haldið, að dóttir þeirra fengi að njóta að fullu síns góða og göfuga faðernis svo fljótt sem verða mætti. Biskupinn hlaut því að kannast við faðernið á tryggilegan hátt, svo ekki yrði unt að vefengja það að honum látnum. Það er sagt um eftirmann Klængs biskups, Þorlák biskup helga, að þegar hann fann dauða sinn nálgast, kallaði hann til sín son Gizurar Hallssonar, Þorvald, „er mannvit ok minni hafði í nægsta lagi, ok jafnan þótti vel fallinn at hafa ætlan eðr orskurði á um þat er miklu varðaði". Og er hann kom, ræddi Þorlákur

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.