Saga - 1952, Side 74

Saga - 1952, Side 74
332 erkibiskup þar. Hann var höfuðskörungur, lærður og stjórnvitur, og barðist kappsamlega fyrir hinni rómversku valdastefnu um sjálf- stæði til handa kirkjunni, yfirráðum hennar á öllum kirkjueignum, dómsvaldi kennimanna yfir klerkum og um öll brot á lögum kirkj- unnar. Vopnaburður klerka var bannaður og öllum vígðum mönnum fyrirskipað strangasta hreinlífi. Ekki verður þess vart, að erkistóllinn í Niðar- ósi hafi fyrstu tuttugu árin blandað sér á nokkurn hátt í mál eða skipan hinnar þjóðlegu íslenzku kirkju, og engin boðorðabreytni gagn- vart íslendingum virðist hafa átt sér stað, er Eysteinn erkibiskup vígði Brand Sæmundsson til biskups á Hólum 1163. Geta má þess hér, að í þetta sinn hefur Eysteinn erkibiskup kynnzt Jóni Loftssyni, sem fór utan með Brandi biskupsefni og dvaldist með honum í Noregi, þar til krýning Magnúsar konungs Erlingsson- ar árið eftir var afstaðin. Eysteinn erkibiskup þekkti einnig Gizur Hallsson persónulega, síð- an Gizur var stallari Sigurðar konungs munns, en Eysteinn þá hirðprestur. Seint á árinu 1172 eða á árinu 1173 var heilsufari Klængs biskups þannig komið, að hann sendi erkibiskupinum, Eysteini Erlends- syni, bréf sín og bað hann leyfis að mega „af hendi að selja lands-fjölskyldir biskupsdóms síns, og að taka annan til biskups í staðinn, eftir dæmum Gizurar biskups". En þau orö komu aftur af erkibiskupi, segir Hungurvaka, að í hans leyfi skyldi biskup kjósa og senda utan, en Klængur biskup skyldi halda upp tíða-

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.