Saga - 1952, Page 75

Saga - 1952, Page 75
383 gjörð og kenningu meðan hann væri til fær, þótt hann væri eigi fær til yfirferðar. Það vill svo til, að bréf Eysteins erkibiskups, sem hefur að geyma fyrirmæli um þessa bisk- upskosningu, er varðveitt enn í dag í íslenzkri þýðingu, en frumbréfið hefur sennilega verið á latínu.1) Þetta er opið bréf eða boðskapur til íslendinga, þar sem erkibiskupinn sendir biskupum á Islandi, svo og öllum öðrum ágætis- mönnum og allri alþýðu, kveðju guðs og sína. Hefst bréfið með því, að erkibiskupinn segist vita, að íslendingum sé kunnugt, að hann eigi af guðs hálfu að gæta máls þeirra. Meginefni bréfsins lýtur að tvennum óhæfum, sem við- gangist hér í landi. Önnur er vopnaburður og vígaferli klerka og aðfarir leikmanna gagnvart þeim, en hin framferði höfðingja landsins í kvennamálum. Hér skulu tekin upp þessi orð erkibiskupsins: ,,Mér er það til eyrna komið, að hér sitja sumir þeir menn, er barið hafa kennimenn, suma sært, en suma drepið; sumir hafa konur sínar látið, og hórkonur undir þær tekið, sumir hafa hvorartveggju innan húss með sér og lifa svo ógæzku lífi, er alla kristna menn dregur til synda. En ef biskupar vilja slík mál refsa og draga menn frá eilífum dauða, þá skal það fremd þykja að halda kapp við þá og láta eigi af óráði sakast". Er erkibiskupinn hefur rækilega minnt á, hver laun eru þessarar breytni annars heims, segir hann: „Nú verður fyrir því sjá ógifta svo lengi í landi yðru, að þeir bera höfðingja 1) Dipl. Isl. I. 218—223.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.