Saga - 1952, Page 77
335
hafði staðið viðureign Einars á Staðarhóli og
Hvamm-Sturlu, og komu prestar þar drjúgum
við sögu og tóku þátt í bardögum og vígaferl-
um. Vígaferli presta áttu sér einnig stað annars
staðar í landinu. Sturlu saga ber einnig vitni
um það, að til voru vígðir menn meðal höfð-
ingja, sem sýndu litla hæversku í kvennamál-
um. Má þar nefna Pál Þórðarson, prest og
goðorðsmann í Vatnsfirði. Hann kom að Helga-
felli um nótt, gengur með mönnum sínum í
skálann og hóf Hallgerði, perstskonuna á staðn-
um, úr hvílu sinni og bar út, en menn hans
héldu á meðan prestinum manni hennar, svo
og föður hennar, sem var göfugur kennimaður
og höfuðklerkur. Páll flutti konuna síðan heim
til sín í Vatnsfjörð. En geta má þess, að þessar
aðfarir munu hafa verið með ljúfu samþykki
Hallgerðar, en hún „var kvenna vænst ok merki-
legust ok mestr skörungr at öllu“, segir sagan.
Næsta sumar á alþingi fékk Jón Loftsson talið
svo um fyrir Hallgerði, að hún hvarf aftur til
bónda síns að Helgafelli. — Þessi dæma sýna,
að Eysteinn erkibiskup hafði nokkuð fyrir sér,
er hann vandaði um siðferði presta og höfð-
ingja.
Allar líkur mæla gegn því, að Klængur biskup
hafi nafngreint og kært fyrir erkibiskupi nokk-
urn vígðan mann eða höfðingja fyrir fjöllyndi
og ókristilegt framferði í ástamálum, þótt erki-
biskup fullyrði, að honum séu nöfn manna
kunn. Af orðunum „mér er til eyrna komið“
virðist hins vegar mega ráða, að einhver annar
maður hafi munnlega borið erkibiskupi fréttir
um þessi efni og skýrt honum frá framferði