Saga - 1952, Page 81

Saga - 1952, Page 81
339 var hann (Klængur biskup) eigi færr til yfir- farar, ok tókust af allar gjafir, ok mátti eigi lengi svá framflytjast öll misseri, at eigi þyrfti þá stórra viðfanga". Við svo búið mátti ekki lengur standa, er árið 1175 gekk í garð, og var þá tekið til ráðs að senda eftir Þorláki biskups- efni. Fór hann austan á langaföstu og með hon- um Jón Loftsson. Komu þeir í Skálholt tveim- ur vikum fyrir páska, og var þar fyrir Gizur Hallsson. Þá segir svo: „Þar váru ok aðrir menn, þeir er biskups vinir váru, ok forsjá- menn héraðsins váru. Tók þá Þorlákr við for- ráðum staðarins". „Hann hafði þá þegar mikla skapraun, bæði af viðrvist manna ok öðrum óhægindum, þeim er hann átti um at vera, ok bar hann þær allar þolinmóðliga. Klængr biskup lá í rekkju með litlum mætti"1). Þannig farast höfundi Þorláks sögu eldri orð, og er frásögn hans tekin nær orðrétt upp af höfundi Þorláks sögu yngri, en í næsta eftir- tektarverðu atriði breytir hann efni máls. Hann segir ekki „forsjámenn héraðsins" hefur „for- sjámenn staðarins“2). Hann veit vel, að vinir biskupsins heima á staðnum voru fleiri en einn, en telur sögulega nákvæmara, að þeir hafi verið forsjámenn staðarins en héraðsins. Fleirtölunni heldur hann samt, þótt „forsjámaðurinn“ muni að líkindum aðeins hafa verið einn. Vér sjáum, að skipt hefur um í Skálholti síðan á fyrri árum Klængs biskups. Veizlu- glaumurinn er þagnaður, kátínan og keskifim- 1) Bisk. I. 99. 2) Bisk. I. 273.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.