Saga - 1952, Page 85

Saga - 1952, Page 85
343 V. Það er hulið, hvar Yngvildur Þorgilsdóttir hefur búið eftir komu sína frá Noergi, og ókunnugt er, hvar Jóra biskupsdóttir er alin upp, en manni finnst það liggja í hlutarins eðli, að hún hafi alizt upp með móður sinni. En svo gerist það, sem áður var sagt, veturinn 1186, ellefu árum eftir komu Þorláks biskupsefnis í Skálholti, en 10 árum eftir dauða Klængs bisk- ups, að vér hittum Yngvildi í Hruna. Þar dvelst hún hjá Jóru dóttur sinni og Þorvaldi Gizurar- syni manni hennar. Og þá skilst oss þegar, að mikil gersemi hlýtur þessi mær að hafa verið, þar sem þessi ágæti ungi maður, að ættgöfgi og öðrum kostum, valdi sér hana fyrir eiginkonu. Sú staðreynd, að Þorvaldur varð tengdason- ur Yngvildar frá Staðarhóli beinir huganum að samskiptum hans og Þorláks biskups. Þor- valdur hefur verið unglingur nálægt 15 ára að aldri, þegar Þorlákur Þórhallsson tók við for- ráðum Skálholtsstóls. En sú tókst viðkynning þeirra í millum, að Þorvaldur átti fyrir sér að verða einn þeirra þriggja manna, sem Þorlákur biskup virði mest, eins og segir í Prestssögu Guðmundar góða og um Þorvald bætir sagan við: „váru honum flestir hlutir betr gefnir en þeim öðrum, er honum váru sam- tíma"1). Hinir tveir, er Þorlákur biskup lagði mesta virðing á, voru Páll Jónsson systurson- ur hans og eftirmaður á Skálholtsstóli, og Guð- 1) Sturl. I. 140.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.