Saga - 1967, Page 81
RITPREGNIR
373
Magnús Magnússon and Hermann Pálsson: The Vin-
land Sagas. The Norse Discovery of America. Græn-
lendinga Saga and Eiríks Saga. Transl. with an
Introduction. Penguin Classics. Harmondsworth, Eng-
land, 1965. 127 bls.
Þeir félagarnir Hermann og Magnús láta skammt stórra höggva
a milli í þýðingum sínum ágætum á íslendingasögum. 1960 var það
Njáls saga og stuðzt við rannsóknir Einars Ól. Sveinssonar. Nú eru
það Vínlandssögurnar og stuðzt við rannsóknir Jóns heitins Jó-
hannessonar, og er samanburður sagnanna hér í fyrsta sinn gerð-
ur frá því sjónarmiði, að Grænlendinga saga sé eldri en Eiríks
saga. Þeir félagar hafa líka fylgzt með uppgrefti Leifsbúða á Ný-
fundnalandi, gerðum af þeim Ingstad-hjónum dr. Helga og Stínu.
Geta þeir um kort það af Vínlandi eftir Sigurð Stefánsson, sem
sendi Ingstadhjónin þangað í landaleit. En aðalástæðan til farar
dr. Ingstads til Nýfundnalands mun ekki hafa verið þetta kort Sig-
^rðar, heldur rannsóknir finnska landfræðingsins dr. V. Tanners.
Á árunum 1937—39 þrautsigldi hann fram með ströndum Ný-
fundnalands, Labradors og suðurenda Baffinlands og fann það út,
ap hið síðastnefnda var nákvæmlega eins og Bjarni Herjólfsson
fýsti Hellulandi, hátt og fjöllótt og jökull á og ógagnvænlegt, og
Labrador væri Markland Bjarna og Leifs með Furðuströndum
Leifs og Kjalarnesi, en sundið milli Belle Isle og Newfoundlands
mundi vera Straumfjörður og lönd þau væru Straumey og Vín-
land. Þessar rannsóknir Tanners, birtar í Ábo og Kaupmannahöfn,
næstum eins mikilvægar, í landfræðilegu tilliti, og rannsóknir
Jóns Jóhannessonar á afstöðu og aldri Grænlendinga sögu. Þór-
,'allur Vilmundarson gat um Tanner í grein í Lesbók Morgunblaðs-
lns 1963 og endurbirti greinina í Andvara (1963). Þeir Hermann
°g Magnús virðast samt ekki þekkja til ferða Tanners. Skýring
Su. að Vínland og Markland séu Nýfundnaland og Labrador, var
a^ur komin fram í riti eftir Nýfundnlendinginn W. A. Munns
(Wineland Voyages, St. Johns 1914, and 1929), en honum skjátl-
aðist um Ilelluland. Tanner vitnar í bók Munns, og það hafði Hall-
°r Hermannsson einnig gert í sambandi við Eiríks sögu í Islandica
... LV (1935) og miðar við 1. útg. (1914). Þarna var upp risinn
tundur í Nýfundnalandi fyllilega samboðinn sögunum í frásögn
?£ stíl, en mjög ókrítískur þrátt fyrir orð sín í gagnstæða átt. Eng-
11111 Vai’ð því til þess fyrr en Tanner að skilja gildi bókar Munns.
bókaskrá sinni hinni miklu hefur Halldór Hermarmsson látið
, Ja líða að nefna ritið. Ekki vitnar Vilhjálmur Stefánsson í Munns
°k sinni um Grænland. Helgi Johnson, prófessor í Rutger College