SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 4
4 15. nóvember 2009 S tjórnendur sjúkrahúsanna um landið hafa misjafna sögu að segja af samvinnunni við Ögmund Jónasson um leiðir til niðurskurðar áður en hann lét af embætti heilbrigðisráðherra í haust. Einkum eru skiptar skoðanir um hversu skýr fyrirmælin um viðbótarsparnað hafi verið. Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands, er í hópi þeirra sem telja hik í ákvarðanatöku hafa gert slæma stöðu erfiðari. Tilkynning um viðbótarlækkun fjárheim- ildar í ár hafi borist í júlí en ekki verið fylgt eftir. „Við hefðum stefnt að hallalausum rekstri í ár ef ekki hefði komið til þessarar skerð- ingar. Þetta hljóðaði upphaflega upp á 23,7 milljónir króna en síðan kemur í frumvarpi til fjáraukalaga krafa um 6 milljóna sparnað til viðbótar sem við höfðum ekki neina vitn- eskju um fyrr en fjáraukafrumvarpið kom í byrjun október.“ Ögmundur óskaði eftir frestinum – Hefurðu skoðun á þessum tímasetningum? „Til að hrinda í framkvæmd breyting- unum í júlí, sem ætlað var að spara áð- urnefndar 23,7 milljónir, hefði þurft að gera breytingar á vinnu- og vaktafyrirkomulagi, með minnst þriggja mánaða uppsagn- arfresti. Þannig að ef það hefði átt að gera eitthvað í júlí hefði það þurft að koma til framkvæmda í nóvember. Ögmundur óskaði eftir því að það yrði ekki skorið niður samkvæmt þessum áætl- unum fyrr en í fyrsta lagi í ágúst. Síðan gerist ekkert fyrr en fjáraukafrumvarpið kemur fram.“ – Hvað finnst þér um þessi vinnubrögð? „Ég er náttúrulega mjög ósáttur við þetta.“ – Telurðu að það hefði verið eðlilegra að fylgja upphaflegu sparnaðarleiðinni eftir? „Við ræddum þetta við Ögmund og ráðu- neytið að ef það ætti að hverfa frá þessari skerðingu þyrftum við að fá staðfestingu á því. Starfsfólk ráðuneytisins gerði sér auð- vitað grein fyrir þessu en svo varð ekkert úr því.“ – Fenguð þið einhver skilaboð á umræddu tímabili um að þið ættuð að fá slíka staðfest- ingu? „Nei, ekki þess efnis að niðurskurðurinn yrði dreginn til baka. Okkur var hins vegar tjáð að þetta yrði skoðað í ráðuneytinu.“ Litu svo á að málið væri í biðstöðu – Þannig að þið hafið talið þetta í biðstöðu? „Já, því eins og Ögmundur orðaði það átt- um við að gera hvað við gátum til að finna aðrar sparnaðarleiðir. Hann var greinilega ósáttur við hvernig staðið var að þessari skerðingu. Svo verða ráðherraskipti en allt truflar þetta.“ – Þannig að þið hafið fengið boð frá Ög- mundi um að hann vildi skoða aðrar leiðir. „Hann vildi skoða þær leiðir sem við höfðum lagt fram hugmyndir um. Við héld- um okkar striki og gerðum ákveðnar breyt- ingar í rekstrinum í október en við ætlum jafnframt að gera frekari breytingar á næsta ári. Hikið í sumar mun þegar upp er staðið leiða til viðbótarvanda eftir áramót sem þýðir meiri skerðingu en fjárlagafrumvarpið segir til um á næsta ári.“ – Er verið að ýta vandanum yfir á næsta ár? „Já, við lítum svo á.“ Hafa ekki fengið loforð um annað Inntur eftir því hvernig samskiptunum hafi verið háttað við Ögmund og ráðuneyti hans við undirbúning niðurskurðarins segist Ein- ar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigð- isstofnunar Austurlands, hafa fengið inn á sitt borð kröfu um 19 milljóna króna auka- niðurskurð. „Við höfum ekki fengið loforð um annað en nákvæmlega það sem við höfum séð. Það hefur verið gífurlegt aðhald í rekstrinum. Næsta ár verður ekki skemmtilegt því þá bíður okkar sparnaðarkrafa á bilinu 70-90 milljónir. Við höfum haldið okkur á núllinu en hver milljón til viðbótar, hún er vand- fundin.“ Vandanum ýtt áfram? Sjúkrahús gagnrýna hik í ákvarðanatöku Það fer fleira undir hnífinn á sjúkrahúsum landsins en blessaðir sjúklingarnir. Þeim er gert að skera niður í rekstri. Morgunblaðið/ÁsdísVikuspegill Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aðspurður hvernig samvinnan við Ög- mund og heilbrigðisráðuneytið hafi gengið segist Halldór Jónsson, for- stjóri Sjúkrahússins á Akureyri, ekki hafa yfir neinu að kvarta. Tekist hafi að mestu að fylgja fjárhagsrammanum sem settur var upp í samvinnu við ráðuneytið. Hins vegar hefði sjúkrahúsið ekki sérstaklega rætt við ráðuneytið um viðbótartilkynningar um sparnað held- ur tekið þær inn í áætlanagerðina. „Það gildir með okkur eins og aðra að það er mjög erfitt þegar fram kemur viðbótarhagræðing eða sparnaðar- krafa á miðju ári. Þá er mjög skammur tími sem menn hafa til að mæta því of- an á allt annað sem menn eru að glíma við.“ Forsendur ekki staðist Það sem hefur verið einna erfiðast, að dómi Halldórs, er að forsendur hvað varðar gengið hafa ekki staðist og sjúkrahúsið því þurft að spara miklu meira en lagt var upp með í byrjun árs. „Í stað þess að vera í 30 milljóna mínus í lok september þá værum við í 30 milljóna plús,“ segir Halldór. Erfitt þegar sparnaðar- krafan kemur seint fram borð við Celebrity Fear Factor, Celebrity Boot- camp (þar sem hann fór með sigur af hólmi) og í hinum þýska þætti Comeback Show. Árið 2008 reyndist hinsvegar nokkuð gott fyrir rapparann. Hann stýrði matreiðsluþætt- inum Cookin’ with Coolio, sem var sýndur á netinu, og sló þátturinn svo rækilega í gegn að kappinn skrifaði matreiðslubók sem verður gefin út í þessum mánuði. Þá fékk hann sinn eigin raunveruleikaþátt, Coolio’s Rules, þar sem sýnt var frá því hvernig rapparanum tókst til við að ala upp fjögur börn sín á sama tíma og hann reyndi að hleypa veisluþjónustu af stokk- unum og fara á stefnumót. Það sem af er árinu hefur Coolio vakið athygli á sér með því að taka þátt í breska raunveruleikaþættinum Celebrity Big Brother auk þess sem hann komst í frétt- irnar fyrir að hafa ráðist á öryggisvörð á flug- velli í Los Angeles eftir að krakk og áhöld til eit- urlyfjaneyslu fundust í farangri hans. ylfa@mbl.is Hvað varð um ... Coolio réðst nýverið á öryggisvörð. Rapparann Coolio? Rapparinn Coolio, réttu nafni Artis Leon Ivey Jr., sló rækilega í gegn árið 1995 með laginu Gangsta’s Paradise, af samnefndri plötu, sem var notað í myndinni Dangerous Minds. Platan náði fjórfaldri platínusölu og komst í efsta sæti á fjölmörgum vinsældalistum. Þar með var toppnum hinsvegar náð og næstu plötur Coolio, þ. á m. The Return of the Gangsta sem kom út fyrir þremur árum, nutu æ dvínandi vinsælda. Coolio lét þetta ekki á sig fá og sneri sér að sjónvarpi. Síðan 2001 hefur hann leikið í smáum aukahlutverkum í þáttum á borð við Sabrina the Teenage Witch og í sjónvarpsmyndum. Þá hefur hann tekið þátt í raunveruleikaþáttum á                   20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.