SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 28
28 15. nóvember 2009 F ramundan eru mestu skattahækkanir í sögu þjóðarinnar. Þeir sem fyrir þeim standa segja þetta nauðsynlegt verk, ef ekki óhjákvæmilegt, því ríkissjóð sárvanti fé eftir þann mikla efnahagslega afturkipp sem orðið hefur. Sömu segja reyndar einnig að Icesave- „skuldbindingarnar“ muni verða fjarri því að sliga þjóðina, þótt þingið éti ofan í sig sáttafyrirvarana og samþykki allan pakkann nánast í upprunalegri mynd. Svo vill til að upphæðirnar sem hinar ill- bærilegu skattahækkanir eiga að skila í ríkissjóð eru svipaðar og vaxtakostnaðurinn einn af Icesave setur á almenning á hverju ári, og hann á þó að vera þjóðinni vel þolanlegur! Er heil brú í mál- flutningi af þessu tagi? Fjármálaráðherrann segir skattkerfið á Íslandi hafa verið eyðilagt. Hann hefur ekki gefið neinar skýringar á hvað í þessum orðum felst. Ekki verður þó betur séð en hann eigi við að skattstofnar hafi verið lækkaðir og í því felist eyðileggingin. Þetta er sérkennilegt viðhorf og ekki góður vegvísir fyrir neinn fjármálaráðherra, sem gengur til skattkerf- isbreytinga. Vissulega voru skattstofnar lagfærðir og einstakir skattar lækkaðir. En það undur gerðist að skatttekjurnar hækkuðu þegar frá leið en lækk- uðu ekki eins og úrtölumenn höfðu óhikað spáð. Umsvif í þjóðfélaginu höfðu tekið mikinn kipp, meðal annars vegna varfærinnar skattheimtu. Stjórnmálamenn þess dags litu á skattgreiðendur þeim augum að þar færu hinir raunverulegu vörslu- og hagsmunagæslumenn ríkissjóðs, en ekki óvinir hans og því síður þrælar hans. En þeir stjórnarherrar voru einnig raunsæismenn. Þeir til að mynda sáu að fjármagnstekjuskattar, sem voru jafnháir tekjuskattsprósentu, hirtu allar tekjur, þar sem þeir lögðust einnig á þær bókfærðu upphæðir sem bæta áttu verðbólgutap. Og þeir sáu að hinir háu fjármagnstekjuskattsstofnar færðu ríkissjóði litlar sem engar tekjur. Þess vegna voru þeir lækk- aðir. Var það óréttlæti gagnvart öðrum tekjum? Var það eyðilegging á skattkerfinu? Fyrri spurningunni er þegar svarað hér að framan, en hvað með hina síðari? Skattkerfi er ekki til fyrir sig sjálft. Það er gert til að tryggja ríkissjóði fjármuni til að standa undir útgjöldum sem fulltrúar almennings á Al- þingi vilja með réttu eða röngu að borgararnir standi fyrir sameiginlega. Skattkerfi, sem á papp- írunum gefur tekjur en vegna eigin þunga drepur allt í dróma, er þegar ónýtt. Það verður ekki eyði- lagt. Það er vissulega eins skiptis ávinningur í því fyrir svangan lýð í litlu koti að slátra mjólkur- kúnni, en sú stundargleði ber dauðann í sér. Þetta eru sannindi sem Íslendingar hafa lært á þúsund ára þrautagöngu í harðbýlu landi. Tilraunastarf- semi stuðningsmanna vinstristjórnar til að sann- reyna hvort þessi lögmál hafi ekki breyst, fyrst að því fólki skolaði í valdastóla fyrir slysni, er bæði ill og óþörf. Hún er hin raunverulega skemmdar- starfsemi. Lögðust ætíð gegn lækkun skatta Hitt er rétt að ýmsir skattstofnar voru lagðir af, svo sem eignaskattar. Fyrir því voru mörg rök og flest augljós. Stærstur hluti eigna fólks hér á landi teng- ist íbúðarhúsnæði þess. Eftir langa ævi, mikla vinnu og aðhald í útgjöldum urðu þær eignir að lokum skuldlitlar eða skuldlausar og báru því hæsta eignaskatt. Á sama tíma sóttu sveitarfélögin hart í fasteignaskatta, undir þeim formerkjum að þar væri um eins konar þjónustuskatt að ræða. Í þenslu og efnahagsbólu hækkuðu fasteignir mjög í verði og í framhaldinu fasteignamatið og þar með gjöldin. Sveitarfélögin tóku þær hækkanir til sín að verulegu leyti þótt þjónusta við fasteignaeigendur ykist ekki að sama skapi. Skattgreiðendur sátu því iðulega uppi með tvöfaldan eignaskatt í raun. Fyrir utan þessar séríslensku aðstæður voru eignaskattar af þessu tagi hvarvetna á undanhaldi í veröldinni. Skili eign tekjum, skattleggjast þær. En eignir sem skila engu og menn hafa þvert á móti útgjöld af eiga ekki að vera andlag skattheimtu. Þeir sem nú fara fyrir ríkisvaldinu í landinu lögðust ætíð og undantekningarlaust gegn öllum lækkunum á skattprósentum og afnámi á skattstofnunum og voru í þeim efnum heilsteyptir pólitískt fyrir sinn hatt. Skattahækkanaáform þessa sama fólks hafa því ekkert með „hrunið“ að gera. Það er skálka- skjólið til að uppfylla þessa einu lífsskoðun sem stendur eftir þegar flestar hinar hafa verið sviknar að mestu eða öllu leyti. Er það ólán Íslendinga að þessi hafi verið talan sem dregin var úr lottópott- inum um loforðið eina sem ekki átti að svíkja. Önnur lönd ýta undir atvinnulífið Stundum er látið eins og Ísland eitt sé að ganga í gegnum efnahagslegt stórslys. Því fer fjarri og bent hefur verið á af þekktum erlendum álitsgjöfum að sumar þjóðir séu, þegar grannt er skoðað, að taka á sig mun þyngri högg en Ísland. Það sem einkum var verra hér en annars staðar var að stórbankarnir voru aðeins þrír og í ljós kom að þeir voru allir sem einn í höndunum á lítilli klíku stórskuldara, sem þar með höfðu tekið þá alla í gíslingu. Niðurstaðan var því orðin óhjákvæmilega sú að færi einn þeirra í þrot hlytu hinir að fara sömu leið eins og hendi væri veifað. Sú varð raunin. En önnur lönd sem að öðru leyti lentu í jafnmiklum hremmingum eða fast að því eru mun heppnari með stjórnendur en Ísland er. Þar er allt gert til að ýta undir atvinnu- lífið. Þar er þess gætt að halda lífinu í mjólkurkúnni en murka ekki úr henni lífið eins og hér stendur til. Hrunið er skálkaskjól skattahækkana Reykjavíkurbréf 13.11.09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.