SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 31
15. nóvember 2009 31 Æ fingin byrjar með af- mælissöng í tilefni af- mælis eins liðsfélaga ÍFR. Yfir fimmtíu manna kór syngur og gleðst með af- mælisbarninu. Að söngnum loknum stilla allir sér upp og yfir 12 leikir í botsía fara fram á sama tíma í íþróttahúsinu við Hátún. Blaðamað- ur hlýtur kennslu í grunnreglum botsía og það eru þau Ólafur Snævar Aðalsteinsson og Karen Alda Mika- elsdóttir sem taka að sér bæði fræðslu og sýnikennslu. Þegar blaða- maður hefur lært að dúa í hnjánum og vera laus í úlnliðnum er haldin lítil keppni. Blaðamaður er í liði með Ólafi og saman mæta þau Karen. „Á ég ekki að byrja því ég er nú reynslu- meiri?“ segir Ólafur og hlær. Svo verður, og að lokum rétt merja Ólaf- ur og blaðamaður sigur gegn Karen. Þau Ólafur og Karen eru óspör á hrós þó að taktar blaðamanns hafi ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Ólafur og Karen æfa bæði botsía með Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og hafa gert það í tæpt ár. Æfingarnar eru þrisvar í viku og er mikið lagt upp úr prúðmennsku og góðri mæt- ingu. En hvað þykir þeim svona skemmtilegt við botsía? „Það er svo gaman að kynnast fólkinu og umhverfinu,“ segir Ólaf- ur. „Mér finnst skemmtilegast að fara á mót því þar hitti ég marga vini mína sem æfa með öðrum íþrótta- félögum,“ segir Karen. Karen æfði sund um árabil þegar hún bjó á Akureyri en hætti því fyrir tveimur árum þegar hún flutti til Reykjavíkur. „Ég kom hingað suður til að fara í Öskjuhlíðarskóla og er nú í 10. bekk. Mér líkar mjög vel í skól- anum og þar eru góðir kennarar og gott fólk en ég ætla að flytja aftur til Akureyrar þegar ég er búin með skólann. Þá langar mig að fara í Verkmenntaskólann á starfsbraut. Ég ætla samt örugglega líka að halda áfram að æfa botsía þegar ég flyt til Akureyrar,“ segir Karen. Nú hafið þið eitthvað tekið þátt í mótum, hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið nokkuð vel. Ég er góður í þessari íþrótt. Mér gekk sæmilega á síðasta móti sem var haldið í Laugardalshöll en ég komst ekki í úrslit. Ég mætti helst passa mig á að gera ekki línubrot eins og ég gerði á mótinu,“ segir Ólafur. „Ég hef sko aldrei unnið og ég verð stundum leið yfir því en á æfingum verður maður ekki tapsár, þá er maður bara að æfa. Ég þarf sko helst að passa upp á að vanda mig, einbeita mér og hugsa um það sem ég er að gera þegar ég er að keppa,“ segir Karen. „Mætti ég aðeins fá að grípa inn í þetta,“ segir Ólafur. „Ég æfði bandí þegar ég var í Öskjuhlíðarskóla og var svolítið lélegur í því og þegar ég tapaði þar þá áttaði ég mig á því að ég var ekki tapsár og að aðalatriðið var bara að vera með.“ Þau Karen og Ólafur stefna á að halda áfram að æfa botsía og eiga þau bæði draum um að vinna mót. Þau eiga líka fleiri framtíðardrauma en Ólafur setur markið á að ljúka BA- gráðu í íslensku við Háskóla Íslands og Karen langar til að læra að vera kokkur. signyg@mbl.is Aðal- atriðið að vera með 4 Ef keppendur eru jafnir aðstigum eftir síðustu leiklotu er leikin ein lota til viðbótar. Sigur- vegari hennar vinnur leikinn. 3 Sigurvegarinn fær eitt stig fyrirhvern bolta sinn sem er nær þeim hvíta en sá bolti and- stæðingsins sem næstur er. 2 Keppendur skiptast á aðreyna að koma sínum boltum eins nálægt þeim hvíta og þeir geta. 1 Hvítaboltanum er kastað inn á völlinn. Krossinn Hingað er hvíti boltinn settur ef hann fer út af vellinum, eða ef leikmaður brýtur reglu í kasti. Völlurinn Yfirborð skal vera slétt. Völlurinn er 12,5 x 6 metra stór og með 2 metra auðu svæði á alla kanta. V-lína Yfir þessa línu verða boltarnir að fara, eigi kastið að teljast gilt. Kastsvæði Keppendur þurfa að halda sig innan síns kast- svæðis meðan á leik stendur. Markmið leiksins Í botsía er markmiðið að koma sínum boltum nær hvíta boltanum en boltar andstæðingsins. Til þess mega keppendur nota hendur, fætur eða sérstakar rennur, þurfi keppandi á því að halda. Boltarnir Botsíaboltar eru rauðir og bláir og úr leðri. Hlutkesti ræður því hvor keppandinn (eða liðið) fær hvorn lit. Boltarnir eru lítið eitt stærri en tennisboltar, eða 270 mm í ummál, og vega um 275 grömm. Botsíaboltar eru til í nokkrum stífleikaflokkum. Leiknar lotur Fjöldi leikinna lotna, og bolta fer eftir tegund keppni sem háð er. Einstaklingskeppni: Leiknar lotur Boltar pr. mann4 6 Para-/tvímenningskeppni: Leiknar lotur Boltar pr. par4 6 Liðakeppni: Leiknar lotur Boltar pr. lið6 6 (3 boltar pr. leikmann) (2 boltar pr. leikmann) Þau Ólafur og Karen segja félagsskapinn í botsía ekki síður mikilvægan en leik- inn sjálfan og taka tap á æfingum ekki nærri sér. Morgunblaðið/Golli Botsía er sú íþrótta- grein sem flestir fatlaðir stunda hér á landi og langfjöl- mennasta greinin innan ÍFR. aka að leikvanginum og annan eins tíma að flugvellinum. Farið var með hópinn í rúmlega tveggja tíma skoð- unarferð eftir morgunmat á mánudag og ekið í norður að Elburz-fjallgarðinum. Þar var farin um 4,5 km leið í sex manna kláfum upp í um 3.000 metra hæð. Fallegt um- hverfi, þó gróðursnautt sé í hlíðunum, og gott útsýni en mengun byrgði þó nokkuð sýn. Athygli vakti að farið var með hópinn til fjalla og honum þannig haldið frá mannlíf- inu, en greinilega var engin áhætta tekin. Áhyggjulaust líf Í næsta nágrenni við hótelið er hljómskálagarður hverf- isins. Þar iðaði allt af lífi árla dags áður en fólk hélt til vinnu. Skokkarar hlupu hring eftir hring, göngufólk var áberandi, sumir spiluðu badminton, aðrir borðtennis og enn aðrir gerðu æfingar af ýmsum toga. Eldri menn tefldu skák og yngri spiluðu fótbolta. Villikettir fengu að borða og vissu greinilega hvert þeir áttu að fara. Áhyggjulaust líf manna og katta, að minnsta kosti í garðinum. Þó að vopnaðir öryggisverðir hafi fylgst með hverju skrefi gestanna voru þeir ekki uppáþrengjandi. Almennt var Íslendingunum vel tekið og heimamenn voru vin- gjarnlegir, glaðlegir og kurteisir. Fulltrúar knattspyrnu- sambandsins lýstu yfir áhuga á auknum samskiptum á fundi með Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og landsliðsþjálfarinn sagðist vilja koma aftur með lið sitt og taka þá þátt í æfingamóti eftir að hafa tapað vináttulands- leiknum 1:0. „Þá tökum við með okkur kokk,“ sagði Ólafur. Íranskar konur við mælingavinnu í Teheran. Kattakona í fullum skrúða laðar að sér dýrin. Almennt var Íslendingunum vel tekið og heimamenn voru vingjarnlegir, glaðlegir og kurteisir. Gífurlega mikið umferð er í Teheran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.