SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 18
18 15. nóvember 2009 kennarafundi var þeirri spurningu velt upp, hvaða brjálaði maður þetta væri! En þetta var draumurinn, ég keypti bóndabæinn og tók með þrjá hesta. Eldur var elstur af þeim.“ – Á Noomi hann ekki? „Jú, öll börnin eiga hann.“ – En hún vann fyrir honum?! „Er hún búin að segja þér það?“ segir hann brosandi og kinkar kolli til hennar. „Já, hún á hann. Og svo vann Særún líka fyrir honum, þannig að hún á hann líka – ég er búinn að gefa hann oft!“ Hann hlær dátt. „Svo á Vala yngsta dóttir mín líka hest, sem heitir Líf. En togstreitan var mikil, því kennslan var tímafrek, bekkur með 24 krakka. Svo vorum við með hesta og að byggja upp aðstöðuna hér í Vallerödslundi, sem var ekki mikils virði. Hann kostaði 350 þúsund sænskar, en nú höfum við fengið mat á hann núna upp á 12 milljónir sænskar. Þannig að verðhækkunin er töluverð.“ Í skugga hrafnsins Flutningurinn frá Íslandi til Svíþjóðar var borgaður með þátttöku fjölskyldunnar í kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Í skugga hrafnsins. „Við vorum allt sumarið á ferð um landið við tökur, svo tókum við hestana með okkur hingað og þá stóðum við á núlli,“ segir Hrafnkell. „Svo var ég með bekkinn í Lundi í sjö ár og í lokin settum við upp leikrit á bænum, ég og fyrrverandi kon- an mín, Jónsmessunótt á Skáni. Það voru haldnar tíu sýningar fyrir 2.500 áhorfendur. Eftir það fór ég með krakkana til Íslands og við keyrðum þau um landið í rútu í þrjár vikur með hjálp góðra manna. Þegar því var lokið, sagði ég upp stöðunni við skólann og ákvað að einbeita mér alfarið að íslenska hestinum, keypti fjóra villihesta, fór að temja þá upp á gamla móðinn, eins og ég hafði lært þegar ég var lítill. En 25 árum seinna, var það ekki í tísku lengur.“ Hrafnkell hlær og hristir höfuðið. „Þá var farið öðruvísi að. Núna er hesturinn á taumn- um og gerir hliðaræfingar, eins og kennt er á Hólum. En hitt snerist meira um að fara á fjall og temja unga fola, með því að ríða þeim! Það þótti fínt að taka ótaminn hest með sér í fjallferð, en nú er þetta eins og að fara í gegnum stafrófið, frá a til ö, byrjað með hringiðu, múl, að teygja og teyma. Hestarnir sem ég flutti út voru töluvert villtir, en ég tamdi þá alla á átta vikum, stóð á bakinu á einum og skaut á tamningadómarana með boga og ör. Þeir voru hinsvegar ekkert hrifnir af því og ég skítféll á tamningamannaprófinu. Trausti Þór sagði við mig: „Þú ert hestamaður, það er engin spurning, en þú ættir kannski að kynna þér nútímaaðferðir við tamningar og reiðmennsku, og kaupa þér svo nýjan hnakk!“ Ég var enn með fermingarhnakkinn.“ En þá var tekin ákvörðun, eins og svo oft áður – nú skyldi læra upp á nýtt. „Ég lærði þjálfun og reið- mennsku og hef kennt síðan, er með 60 nemendur í reiðskóla. En það var ekki nóg. Draumurinn var að byggja upp keppnisaðstöðu, ég veit ekki hvers vegna; sendiráð fyrir íslenska hestinn!“ „Við vorum saman í þessu, vildum bæta orðspor ís- lenska hestsins,“ segir Eva. „Orðið sem fór af honum var slæmt, en við vildum sýna hversu góður hestur þetta væri. Við vinnum með það á hverjum degi, hest- arnir okkar eru í mjög háum gæðaflokki og margir sem koma hingað hrífast af því.“ „Fyrst þegar Eva byrjaði hér, þá voru fimm hestaleig- ur með íslenska hestinn á Skáni, en margir þeirra voru feitir, gátu ekki tölt og eigendurnir vissu lítið um þá,“ segir Hrafnkell. „Þeir hjálpuðu ekki til við að byggja upp orðsporið. Nú státar ekkert land í heiminum, utan Íslands, af því að eiga jafnmarga fyrstu verðlauna hesta og Svíþjóð, en það vantar merar. Þessu viljum við breyta, því við eigum góðar merar, sex hálfsystur heimsmeistara, sem við höfum keypt frá Íslandi, af bestu kynbótastofnum. Og svo erum við með Grím frá Gerði, graðhestinn sem ég reið í dag, og tvö afkvæmi hans, Prímadonnu og Sleipni, sem eru klassahestar. Við eigum 24 afkvæmi Gríms, sem á eftir að temja, en þau smella öll óskaplega vel saman og eru gæðingar. Nú er svo komið, að ég er sennilega sá Íslendingur, sem á stærsta hjörð íslenskra hesta utan heimalandsins.“ Var villtur, nú taminn Hrafnkell og Eva eru með töluverða ræktun, átta til níu folöld á ári, og fullkomna keppnisvelli, bæði hringbraut og 330 metra skeiðbraut. Svo eru þau með hestaleigu, búð með Top Rider-reiðvörum, og hesta til sölu. Og þau hafa komið upp félagsheimili í gömlu kornhlöð- unni, bæði fyrir kennslu og hópa sem koma á ráð- stefnur. „Þá förum við gjarnan með fólk í bogfimi, sem ég kenni, og rifjum upp gamla hefð, að kasta exi,“ segir Hrafnkell. – Eruð þið hippar? „Nei, en kannski vorum við það,“ segir hann. „Hippar?“ spyr Eva og hlær. „Ég var það … fyrir löngu!“ „Ég hef gengið í gegnum allan skalann og á eftir að lifa töluvert í viðbót,“ segir Hrafnkell. „Ég var dálítið villtur þegar kom hingað, byrjaði með glans, fór í túrana með Humphrey Bogart-hatt og í jakkafötum. Þá riðu allir Svíar með hjálm og ég lánaði þá nú út, en það gekk ýmislegt á í túrunum. En nú er allt eins og það á að vera, snyrtimennskan höfð í fyrirrúmi og það er ekki veitt áfengi í okkar túrum.“ – Tamdir þú hann? spyr blaðamaður og lítur á Evu. „Já, já, það var ekkert mál,“ svarar hún. „Engum hafði tekist það áður.“ Hann hallar sér aftur … „Ég var eins og Noomi, villtur, stæltur og graður, eins og maður segir á góðri íslensku.“ „Þegar ég er spurð að því af ungum stúlkum: „Hvernig temurðu mann?“ Þá segi ég alltaf: Þú verður auðvitað að hafa hann í taumi og verðlauna hann svo, þá er þetta ekkert vandamál. En það má ekki þvinga hann, heldur stríða honum og verðlauna hann – það virkar.“ „Ég tek undir þetta,“ segir hann. „Góður tamn- ingamaður er samkvæmur sjálfum sér, réttlátur, krefst ekki of mikils í einu, og þegar eitthvað er gert rétt, þá eru veitt verðlaun.“ Hann skellihlær. „Þessu hefur Eva einhvern veginn getað raðað saman. Og ég vil ekki meina að ég hafi verið léttur í tamningu!“ Bjóða landsliðinu til sín Hrafnkell og Eva hafa fengið fjölmarga hópa til sín, en aldrei íslenska. „Nei, akkúrat,“ segir hann. „Þetta er yndislegt líf, að geta unnið með hesta, farið á bak og riðið út í náttúr- una, fundið kyrrðina með íslenska hestinum. Við viljum deila þessari reynslu með Svíum, fólk verður að fá þessa upplifun. En nú eru liðin fimmtán ár. Við höfum hugsað mikið til Íslands eftir að kreppan byrjaði. Í hvert skipti sem við komum þangað, þá njótum við þess til hins ýtrasta, við elskum landið og þetta frábæra fólk. Og við vonum að allir Íslendingar noti tækifærið og fari á bak í þessu fallega landi. En þeim stendur líka til boða frábær upplifun hér, að vera hér í viku á íslenska hestinum, læra allt stafrófið í hestamennsku í reiðskóla, ríða út í skóginum, til stórra halla og kastala í kringum okkur, og það er hægt að blanda við það borgarupplifun, til dæmis er gríðarlega flottur arkitektúr og veit- ingastaðaflóra í Malmö.“ – En hefur ekki dregið úr hvataferðum fyrirtækja? „Já, en það er ekki svo dýrt að fljúga lengur. Við sjáum um gistingu og allan pakkann. Og við viljum nota tækifærið til að segja það hér, að þegar Norðurlanda- mótið verður haldið í Danmörku árið 2012, þá viljum við bjóða íslenska landsliðinu að hafa bækistöð hér, og það verður á kostnaðarverði, ef það passar því. Þá er hægt að slá upp tjaldbúðum, hér keppnisvöllur og skeiðbraut, og öll aðstaða fyrir hendi. Ég skora á þá að koma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.