SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 35
15. nóvember 2009 35 Í blíðu eða stríðu er alltaf hægt að treysta á að fjármál valdi spennu í sambandi. Þegar við bætist óttinn og óvissan sem gjarnan fylgja erfiðum tímum í efnahagsmálum er ekki að undra að þegar hagkerfi heilu þjóðanna liðast í sundur fylgja sambönd oft í kjölfarið. Þegar fólki líður illa, er pirrað, langt niðri og við það að bugast, á það til að láta líðan sína bitna á mökum sínum. Enda er það gjarnan tilhneiging okkar að taka sem gefnu því sambandi sem skiptir okkur mestu máli, yfirleitt þegar það þarfnast mest aðhlynningar. Kreppan, uppsagnirnar og ringulreiðin sem hafa átt sér stað und- anfarið ár eru ekki beinlínis til þess fallin að örva ástarlífið. Hinsvegar gefur slíkt umrót fólki tækifæri til að skoða upp á nýtt hvað skiptir mestu máli í lífinu. Lítið á núverandi aðstæður sem tækifæri til að hugsa upp á nýtt og breyta nándinni í sambandinu ykkar. Lítið jafnvel á þær sem hina fullkomnu afsökun til að bæta það eða lífga við! Sama undir hvaða álagi þú ert, þá hefurðu ekki efni á að fækka gæðastundum með makanum eða setja þær aftast á forgangslistann. Hamingjusöm pör eyða saman gæðastundum en þær styrkja sam- bandið. Aukin nánd dregur úr stressi og eykur vellíðunartilfinn- inguna. Ekki síður mikilvægara er að stuðningur ástvinar, jafnt gegn- um góða sem slæma tíma, hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu. T.d. hafa rannsóknir leitt í ljós að þeir sem eru í ástríku hjónabandi hafa síður háan blóðþrýsting, nokkuð sem við Ópal-óðu Íslendingar ættum að kunna að meta. Þið maki þinn getið ekki tapað á að reyna að rækta með ykkur sanna nánd í sambandinu. Það er hægt að gera með eftirfarandi hætti: Haldið ykkur frá fjölmiðlunum. Þetta hefst allt með því að slökkva á sjónvarpinu og tölvunni. Það gerir ykkur aðeins taugaveiklaðri, kvíðnari og þreyttari að reyna að fylgjast með öllu því sem er að gerast í efnahagsmálum. Í staðinn fyrir að einbeita ykkur að fjármálafrétt- unum skuluð þið einbeita ykkur hvort að öðru og fjölskyldunni. Enn- fremur, til að vega upp á móti öllum neikvæðu fréttunum, skuluð þið enda sérhvern dag á því að segja frá hápunkti dagsins eða fyrir hvað þið eruð þakklát. Haldið áfram að styrkja sambandið. Það er ekki hægt að setja sambandið í biðstöðu meðan beðið er eftir að efnahagsástandið skáni. Þið þurfið að reyna að skemmta ykkur. Ekki hika við að biðja ættingja eða vini um að gæta barnanna meðan þið farið saman í hjólaferð, í slakandi bað eða sturtu, í bíltúr út í sveit þar sem þið getið dáðst að landslaginu, eða einfaldlega setjið hugljúfa tónlist í spilarann og dansið saman í rólegheitunum. Útkoman verður ómetanleg. Verið ástúðleg. Fólk þarf á mannlegri snertingu að halda sem aldrei fyrr og sýna m.a.s. rannsóknir að slíkt dregur úr stressi. Faðmlag sem varir í aðeins 20 sekúndur veldur því að vellíðunarhormón streyma um líkama kvenna en til að karlmenn fái sömu vellíðunartilfinningu þarf faðmlagið að endast í eina mínútu. Hvers kyns innileg snerting, t.d. að leiðast, nudda hvort annað og smá kossar, stuðla að því að fólki finnst það nánara og vill jafnvel enn innilegri snertingar. Sýnið að þið kunnið að meta hvort annað. Á krepputímum á fólk það til að fyllast neikvæðni og jafnframt fylla aðra í kringum sig nei- kvæðni sem virðist því miður of auðvelt að gera. Sumir loka sig af og vilja ekki ræða málin við maka sína. Nú er hinsvegar tíminn til að reiða sig á makana, sérstaklega þegar kemur að því að hressa sig við. Pör þurfa sýna í orði og borði að þau trúi hvort á annað og að þau geti og ætli sér að líða betur og verða jákvæðari. Hreyfing. Góð leið til að vinna á stressi og kvíða er að hreyfa sig. Hreyfing hefur einnig góð áhrif á kynhvötina, bætir blóðflæðið til kynfæranna, heldur líkamanum í formi svo sjálfsmynd fólks er betri og eykur testósterónmagnið í konum og körlum. Það kemur því ekki á óvart að fólk sem er duglegt að stunda líkamsrækt stundar meira kyn- líf og fær betri fullnægingar en þeir sem lítið hreyfa sig. Hvort sem þið æfið saman eða hvort í sínu lagi þá er gott að leggja áherslu á greinar sem reyna vel á hjarta- og æðakerfið, s.s. hlaup, kraftgöngu og sund. Litlir gleðigjafar. Nú er rétti tíminn til að njóta annarra gæða en efnislegra og um að gera að hverfa til baka að grundvallaratriðunum, litlu hlutunum sem skipta máli. Kúrið. Farið í göngutúr um bæinn, grafið upp borðspil eða spilastokk, lesið upp úr bók hvort fyrir annað. Allt þetta getur leitt til innilegri samtala, sambanda og betra kynlífs. Hugsið jákvætt. Losið ykkur við neikvæðar hugsanir sem ýta undir óánægju í garð lífsins, sambandsins og kynlífsins. Hugsið frekar já- kvætt og um skemmtilega hluti og einbeitið ykkur að því að líða betur. Jákvæðar hugsanir geta fyllt ykkur krafti og vakið með ykkur von. Það er of snemmt að segja til um hvaða áhrif kreppan í heiminum og inni á heimilum fólks hefur á ástarlíf þess. Þangað til skuluð þið gera allt sem í ykkar valdi stendur til að tryggja að áhrif hennar á ykkar líf verði sem minnst. Svo er aldrei að vita nema samband ykkar styrkist af völdum hennar. Hugsið hvort um annað Kynfræðingurinn Dr. Yvonne Kristín Fulbright ritstjorn@mbl.is Steinþór skipti um nafn fyrir ell- efu árum síðan, en hann bar áður nafnið Guðsteinn. Morgunblaðið/Ómar E in áhugaverðasta persónan í sjónvarps- þáttunum Fangavaktin bar í upphafi þáttaraðarinnar nafnið Kenneth Máni Johnson. Kenneth hlaut síðan nýtt nafn, Ketill Máni Áslaugarson, eftir að samfangi hans sendi þjóðskrá beiðni um nafnbreytingu. Það vökn- uðu því spurningar um hvort það væri í raun og veru hægt að gera öðrum einstaklingi þann grikk að breyta nafni hans. Þegar leitað var svara hjá þjóð- skrá var niðurstaðan sú að þetta væri tæknilega hægt þar sem öll eyðublöð eru á rafrænu formi. Hins vegar er krafist undirskriftar þess er breytir nafni sínu og því væri um skjalafalsbrot að ræða ef slíkt væri gert og það varðar við hegningarlög. En það var enginn sem gerði Steinþóri Vigfúsi Guðmundssyni grikk og breytti nafni hans. Það gerði hann af fúsum og frjálsum vilja fyrir ellefu ár- um. Hann bar áður nafnið Guðsteinn Vigfús og segir ástæðurnar fyrir nafnbreytingunni ýmsar. „Nú þegar frá líður man ég ekki hugarástandið þegar ákvörðunin var tekin en í grunninn hlýtur það að hafa verið óánægja með nafnið og ég sá aldrei eftir þessari ákvörðun,“ segir Steinþór. Steinþór gekk í Ásatrúarfélagið árið 1998 á svip- uðum tíma og hann breytti nafni sínu og vissulega hefur breytingin einhverja trúarlega skírskotun. „Það er ekki mikil breyting að breyta nafni sínu úr Guðsteinn í Steinþór því þetta er í raun og veru sama nafnið. Ég hugleiddi í fyrstu að taka upp nafn- ið Þórsteinn en óttaðist þá að ég yrði alltaf kallaður Þorsteinn.“ Innganga Steinþórs í Ásatrúarfélagið var síður en svo eina og stærsta ástæðan fyrir ákvörðun hans. Á þessum tíma var mikið talað um það hversu mikill glæpur það væri gegn útlendingum sem gerðust ís- lenskir ríkisborgarar að krefjast þess að þeir tækju upp nýtt nafn. „Sumir gengu jafnvel svo langt að segja að fólk hreinlega jafnaði sig aldrei á þessu og mig langaði einfaldlega til þess að prófa hvort þetta væri eitt- hvert tiltökumál,“ segir Steinþór. Steinþór vill líka meina að þekktur barnabóka- höfundur, Ármann Kr. Einarsson, hafi óafvitandi lagt sig í einelti í barnæsku. „Það má eiginlega segja að Ármann hafi lagt líf mitt í rúst. Ég hét Guðsteinn Vigfús og Ármann gerði mér þann óleik að taka bæði nöfnin mín og nota þau á tvær verstu persónur sínar. Þetta voru þeir Fúsi vinnumaður og Gussi á Hrauni, hreppstjórasonur, báðir skelfilega hallær- islegar, leiðinlegar og andstyggilegar persónur. Ég man hvað mér þótti sárt að geta ekki hefnt mín þegar ég yrði stór og skrifað sögur þar sem aulinn héti Ármann en ég gat það ekki því einn besti vinur minn hét Ármann og mér fannst það fallegt nafn. Þetta einelti hefur eflaust blundað í undirmeðvit- undinni,“ segir Steinþór og hlær. En hvernig ætli fjölskylda og vinir Steinþórs hafi tekið þessu? „Lengi vel notaði fólk oftast Guð- steinsnafnið þótt Steinþórsnafnið sé orðið algeng- ara í notkun í dag. Það var samt einn maður sem vakti furðu mína og það var aldraður tengdafaðir minn. Hann tók þessari breytingu eins og skot og klikkaði aldrei á að kalla mig Steinþór. Þegar breyt- ingin gekk í garð var líka töluvert um skilnaði í kringum mig og ég gat gert þessa róttæku breyt- ingu, sem var eiginlega ígildi þess fyrir konu mína að skipta um maka! En henni hefur gengið illa að kalla mig Steinþór og kallar mig yfirleitt enn þann dag í dag Guðstein svo ég byði ekki í það ef hún hefði nú skilið og gifst á ný. Greyið maðurinn hefði aldrei verið laus við Guðsteinsnafnið,“ segir Stein- þór kíminn. Steinþór á þrjár dætur sem allar hafa ákveðið að halda Guðsteinseftirnafninu. Steinþór segir það vera það eina sem valdi örlítilli eftirsjá þótt hann hafi aldrei séð eftir ákvörðuninni. Þær eiga allar kost á því að bera hver sitt eftirnafnið og geta því verið Steinþórsdóttir, Guðsteinsdóttir og Vigfús- dóttir en allar samt sem áður dætur sama mannsins. „Þær gætu með þessu móti gert móður sína svolítið tortryggilega,“ segir Steinþór. En hvernig gengur það að gangast dagsdaglega við tveimur nöfnum? „Ég ruglast nú stundum sjálf- ur og leiðrétti mig þegar ég segi til nafns og þá starir fólk ætíð undarlega á mig. Ef ég lifi það að verða ruglaður á elliheimili þá verður þetta örugglega bölvað vandamál,“ segir Steinþór að lokum. Á hverjum degi leita 5-10 manns til þjóðskrár í þeim tilgangi einum að breyta nafni sínu eða barna sinna. Áður fyrr var stafabilið í þjóðskrá töluvert minna en í dag og nafnalengd um leið takmörkuð. Því var svo breytt árið 1989 og er enn þann dag í dag fjöldi fólks að koma og leiðrétta skráningu nafns síns í þjóðskrá. Þessi breyting mun vera sú algeng- asta og eins að kenna börn sem fæðast utan hjóna- bands eða sambúðar við föður, þar sem þau eru sjálfkrafa kennd við móður við fæðingu. Breyting á fornafni er þó töluvert algeng líka og er stærsti hópur þeirra sem taka upp ný nöfn, eða kenna sig við móður, ungt fólk á aldrinum 18-25 ára. Hvað viltu heita? Hét áður: Jón Gunnar Kristinsson Breytti í: Jón Gnarr Kristinsson Hét áður: Jón Stefánsson Breytti í: Jón Kalman Stefánsson Hét áður: Halldór Guðjónsson Breytti í: Halldór Kiljan Laxness Hét áður: Henný Eldey Vilhjálmsdóttir Breytti í: Elly Vilhjálmsdóttir Hvað er það sem fær fólk til þess að breyta nafni sínu og hversu algengt er það? Steinþór V. Guðmundsson breytti nafni sínu fyrir ellefu árum og hefur aldrei séð eftir því. Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.