SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 54
54 15. nóvember 2009 H ver var Snorri Sturluson? Óskar Guðmundsson reynir í þessu umfangsmikla verki að svara spurningunni og útskýra jafnframt verk mannsins, umhverfið sem hann lifði og hrærð- ist í, og æviferilinn. En hver var þessi Snorri? Engar sam- tímamyndir eru til af honum, engin lýsing er heldur til á honum, en bækur eru honum eignaðar og hann er fyr- irferðarmikil persóna í Sturlungu. Grunnskólanámið segir að Snorri hafi sagt hin fleygu orð „Út vil ek“ þar sem hann var staddur í Noregi og vildi komast heim, hann hafi skrifar margar merkar bækur og síðan hafi hann verið drepinn heima hjá sér í Reykholti árið 1241, eftir að hafa mælt hin frægu lokaorð „Eigi skal höggva“. Þegar talað er um merkustu íslensku rithöfundana eru þeir Halldór Laxness oft nefndir í sömu andrá. Bækur hafa verið skrifaðar um Halldór – svo sannarlega var kominn tími til að stórt verk væri skrifað um Snorra; framtakinu ber að fagna, og útkomunni. Bakgrunnur Óskars er blaðamennskan, en hann er menntaður í sagnfræði og bókmenntum og hefur auk þess unnið að rannsóknum á miðöldum og tekið saman upplýsingar um minnisverð tíðindi frá þeim tíma. Allt nýtist þetta honum við ritun Snorra. Óskar leitar heim- ilda víða og vísar í hin og þessi skjöl, eins og sést á tilvís- ana-, heimilda- og nafnaskrám sem fylla um 60 síður. En þrátt fyrir að fræðilegum kröfum sé fylgt hefur höfund- urinn einsett sér að skrifa sögu sem er læsileg, for- vitnileg, og ennfremur spennandi, og það tekst honum vel. Í raun er ekki annað hægt er dást að þeirri samfellu sem er í frásögninni, þar sem heimildir eru greinilega oft af skornum skammti. Óskar gæðir frásögnina lífi og lit með sviðsetningum og hugleiðingum um aðstæður, menn og málefni. Hann fylgir ævi Snorra; til að byrja með tekur hann ákveðin árabil fyrir og rekur hvað drífur á daga söguhetjunnar, en þegar líður á er það eitt ár í senn, og er það flæði af og til brotið upp með köflum þar sem fjallað er um tiltekna þætti, eins og auðmanninn Snorra eða rithöfundinn Snorra. Og þetta er svo sannarlega hrífandi frásögn, enda Snorri Sturluson einn helsti leikarinn í þeim dramatísku og blóðugu átökum sem leiddu til þess að Íslendingar töpuðu sjálfstæði sínu. Við kynnumst piltinum sem ung- um er komið í fóstur í Odda, hvernig hann tengist helstu valdaættum landsins og í Noregi, og hvernig auður og völd taka að safnast að honum á fullorðinsárum. Á sama tíma er hann að yrkja og skrifa, eða láta skrifa bækur fyrir sig. Lesandinn kynnist ótal persónum, og hætt við að á stundum þyki mönnum nóg um. En tengslin voru þetta flókin, allir skyldir öllum, eða tengdir á margvíslegan hátt, og menn mynduðu bandalög eftir því hvernig vind- ar blésu. Óskari tekst vel að hjálpa lesandanum við kynnin af sögupersónum því reglulega er brugðið upp misstórum ættartrjám, sem sýna tengslin; foreldra og börn, frillur og frændur, og ennfremur hjálpa margar skýringarmyndir við skilning. Vissulega byggist margt á Sturlungu, enda fjallar hún um aðalpersónur sögunnar og er rituð af frændum Snorra; Óskar segist hafa tilhneigingu til að virða heim- ildagildi hennar. Þetta er ekkert síður saga þessara tíma en saga Snorra Sturlusonar, tíma gríðarlegra flokka- drátta, valdabaráttu og svika. Óskari tekst vel að segja þá sögu alla, og sýna hvernig Snorri hefst til valda en lendir smám saman undir og fellur að lokum fyrir hendi frænda sinna og tengdasona. Að ósekju hefði mátt fjalla enn meira, og jafnvel fræði- legar, um rithöfundinn Snorra; um verkin sem honum eru eignuð, ekki síst prósann. Það hefði aukið gildi bók- arinnar enn frekar, án þess að draga nokkuð að ráði úr því fína rennsli sem Óskar nær í frásögnina þegar Snorri fer að fullorðnast og margar helstu persónur hafa verið kynntar til sögu. En engu að síður er þessi ævisaga Snorra afskaplega vel lukkuð, og varpar ljósi á áhugaverðan en mótsagnakenndan mann, og þá róstusömu tíma þegar hann var uppi – áður en hann sagði í kjallaranum í Reyk- holti við Árna beisk „Eigi skal höggva.“ Spennusaga um skáld með völd Ævisaga Snorri – Ævisaga Snorra Sturlusonar 1179-1241. bbbbm Eftir Óskar Guðmundsson. 528 bls. JPV útgáfa, 2009 Einar Falur Ingólfsson „Þetta er ekkert síður saga þessara tíma en saga Snorra Sturlusonar, tíma gríðarlegra flokkadrátta, valdabaráttu og svika,“ segir meðal annars í dómnum. Óskari Guðmundssyni tekst vel að segja þá sögu alla. Morgunblaðið/Kristinn Ég ætla að byrja á því að bregða mér kvöldstund í litla kotið mitt í Hvalfirði, teyga í mig myrkrið, kyrrðina, vetrarilminn. Á laugardaginn skunda ég á Þjóðfund, sem mér var boðið á, líkt og fjölda Íslendinga. Þjóðfundur er spennandi stefnumót, frábært frum- kvæði sem sprettur úr grasrót. Ég hlakka til að verja deginum með skemmtilegu, frjóu fólki. Ég skynja að við sem þjóð viljum svo gjarnan láta af reiðinni og óskum þess að við gætum farið að huga að framtíð okkar með öðrum hætti en áður, minnug þess góða og þess illa sem er að baki, en tilbúin til gangast nýjum ævintýrum á hönd. Um kvöldið mun ég snæða og gleðjast með góðum vinkonum, sem ég hitti alltof sjaldan en eiga í mér streng. Við munum efalaust ræða um það versta en líka það allra besta og vonandi meira af því. Sunnudaginn ætla ég að eiga fyrir mig og mína, vakna seint, vera lengi í sloppnum. Kannski lesa, sakna gamla góða Moggans, kannski skrifa dálítið, um eitt af mínum hugðarefnum, kannski eitt- hvað allt annað. Dagir sem bara rætist eru oft bestir. Helgin mín Ása Richardsdóttir fram- kvæmdastjóri Íslenska dansflokksins Skundar á Þjóðfund E inhver magnaðasti íslenzkur sellóleikur án undirleiks sem undirritaður man eftir úr okkar ljósvaka á seinni árum hljómaði síðdegis á Guf- unni í Breiðstrætisþætti Ólafar Sigursveins- sóttur á þriðjudag. Þátturinn var jafnframt viðtal við Sæunni Þorsteinsdóttur (f. 1974) er átti heiðurinn af nefndum leik, teknum upp í Ísafjarðarkirkju á hátíðinni Við Djúpið í sumar. Viðfangsefnið var þáttur úr einleiks- svítu Gaspars Cassabò, er hingað ku hafa komið fyrir nærri hálfri öld. Í einu orði sagt frábær túlkun. Tæknilega örðulaus – og innlifuð svo eftir sat. Fyrsta hugsun manns að þeim tónum liðnum var því ekki nema eðlileg: Hafi aðeins 2000 manns heyrt þetta, hlýtur að verða smekkvaðandi húsfyllir í kvöld! En viti menn. Sú vænting rættist aðeins til hálfs. Sem oftar var maður litlu nær um orsakir. Burtséð auðvitað frá gamalkunnu lögmáli þess að flestir hlustendur vilja geta gengið að innstæðu vísri – er ágerist þegar auraráð fara minnkandi. Þar kann að hafa hefnt sín hve Sæunn hefur enn sjaldan komið fram hérlendis, jafnvel þótt lokið hafi meistaranámi með láði vestan úr Juilliard tón- listarháskóla. Alltjent var þetta kvöld fyrsta sviðsupplifun mín af hljómlistarkonunni ungu, og átti það eflaust við um fleiri. Því miður drógu nokkrir þættir, fæstir á valdi sel- listans, svolítið úr heitustu eftirvæntingum. Í fyrsta lagi er Salurinn ekki nógu gott sellóhús. Eftirómun er of þurr, og í engum samjöfnuði við fyrrgetna upptöku (þótt kunni að vísu að hafa verið eftirbætt með „ambí- ens“-tækjum). Í annan stað hallaði Bösendorferflygill- inn ískyggilega á sellóið í styrk um leið og slagharpan fór upp úr mezzoforte, og hélzt það allt til enda. Því jafnvel þótt undirleikur Kristins Arnar væri oftast prýðisvel samstilltur í tíma og skilaði víða undragóðri frammi- stöðu í m.a.s. svæsnustu fingurbrjótum, þá fór með orðalagi Christians Bachs of lítið fyrir viðeigandi „syngj- andi forte“ tóni. Sterkustu kaflar Kristins voru hvort- tveggja of harðir – og of sterkir. Það var sízt knéfiðlunni til framdráttar. Enda fóru fyr- ir vikið óþarflega margir virtúósir forte-sprettir fyrir lítið; nánast keyrðir í spað af flygli á fullopnu loki. Slíkt kostar sitt, og í frumstæðu stjörnubókhaldi glataðist þar líklega lokastjarnan. Hitt stóð þó eftir. Erindi Sæunnar Þorsteinsdóttur við áheyrendur var óumdeilanlegt. Ótrúlega þroskuð túlk- un hennar náði yfir allan skalann – allt frá syngjandi angurværð að svarrandi rytmísku ágengi. Og það á ofur- víðu styrksviði. Mótunin var ýmist gædd þvílíkum smit- andi gáska, íhugulli alvöru eða skapmiklum krafti að ætti að óbreyttu eftir að hasla sér eftirminnilegan völl í hérlendu tónlistarlífi, ef ekki víðar. Þó kannski fyrst að æðstu gegnlýsingu lokinni. Selló- svítum Bachs! Skapmikill bráðþroski TÓNLIST Kammertónleikar bbbbn Salurinn Debussy: Sellósónata. Beethoven: Sellósónata í A Op. 69. Jana- cek: Pohádka. Franck: Sellósónata. Martinu: Tilbrigði um stef eft- ir Rossini. Sæunn Þorsteinsdóttir selló, Kristinn Örn Kristinsson píanó. Þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20. Ríkarður Ö. Pálsson Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.