SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 32
32 15. nóvember 2009 A fi, viltu segja mér sögu?“ seg- ir lítill fjögurra ára snáði, ný- skriðinn upp í rúm á heimili sínu í Svíþjóð. Afi verður við bóninni enda ekki óvanur sögumaður. Börnin hans þrjú nutu sagnagáfu hans þegar þau voru að alast upp og nú fá litlu afadrengirnir að ferðast með hon- um um ævintýraheima. Þetta kvöld verður sagan um úlfaþríeykið Úlf, Ugga og Skugga til og þá á Skúli Bjarnason, hæstaréttarlögmaður síst von á því að þessi litla saga hans rati á prent og verði að barnabók sem kemur út í tveimur löndum. Snáðinn litli í Svíþjóð er fljótur til og er farinn að lesa aðeins fjögurra og hálfs árs gamall. Skúla dettur þá í hug að skrifa fyrir hann sögu um úlfadrengina þrjá sem hann getur lesið sjálfur og sendir honum yfir hafið. Brátt komast uppkomnu börnin í söguna sem þeim finnst skemmtileg og eiga fullt erindi til barna í dag og tilvalin til útgáfu. Öll gera þau sér þó grein fyrir því að barna- sögu fylgja barnateikningar og þær skipa stóran sess í sögunni. Fjölskyldan leitar ekki langt yfir skammt því Sigríð- ur Lillý Baldursdóttir, eiginkona Skúla, sest niður og málar myndirnar í bókina. „Ég byrjaði að teikna úlfana um síðustu páska og þá voru þeir ekki nógu fallegir í framan að mati barnabarnsins. Hann þurfti nefnilega að samþykkja teikning- arnar. Þeir máttu ekki vera ljótir og ekki með neinar vígtennur,“ segir Sig- ríður Lillý um útlitssköpun úlfadrengj- anna þriggja og aðkomu barnabarnsins að verkinu. Þó það hljómi ankannalega að for- stjóri Tryggingastofnunar hafi tekið upp á því að myndskreyta barnabók þá kemur það engum sem til Sigríðar Lil- lýjar þekkja á óvart. Hún hefur bæði sótt myndlistarskóla hér heima og í Sví- þjóð og er myndlistin hennar helsta áhugamál. En um myndskreytinguna segir Sigríður Lillý, „Ég hef ekki gert mikið af vatnslitateikningum og er eig- inlega bara byrjandi í því og ég hef aldr- ei teiknað úlfa áður. Ég nota ömmu- drengina mína tvo sem módel fyrir stöðurnar á úlfunum. Þessi yngri, sá tveggja ára, hallar sér afturábak þegar hann hleypur eins og yngsti úlfurinn gerir í bókinni. Sá eldri samsamar sig með Ugga af því að honum finnst hann töffaralegur og svo finnst honum litli bróðir líkjast Skugga því hann er svolít- ið kjánalegur.“ Ástæðu fyrir útgáfu bókarinnar, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, segja Skúli og Sig- ríður Lillý einfalda. Þau hafa alltaf átt mikla tengingu við Svíþjóð og bjuggu þar um skeið. Þau eiga þar sumarhús og nú eru dætur þeirra tvær búsettar þar. En hvernig dettur þeim hjónum í hug að gera þetta núna þar sem þau eru bæði í góðum stöðum sem þau eru ánægð í og þurfa hvorugt á því að halda að skapa sér nýjan starfsvettvang. „Þetta er nú fyrst og fremst fjöl- skylduskemmtun og að fara í gegnum þetta verkefni er búið að vera skemmti- leg ævintýraferð,“ segir Sigríður Lillý. „Maður verður að rækta í sér vitleys- isganginn og ef allir reyna að vera fyr- irmyndarmenn þá er ekkert voðalega gaman að samfélaginu. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá hefur maður ákveðið frelsi. Maður er kannski ekki eins upptekinn af almenningsálitinu og maður hefur svigrúm til að gera til- raunir. Ég hef atvinnu af því að vera leiðinlegur en ég get skemmt mér óskaplega vel við að skrifa kærubréf og stefnur. Óneitanlega hugsar maður um hvað eigi eftir að liggja eftir mann. Það er ekki óskandi að í minningargreininni standi eingöngu: hann skrifaði mörg falleg hótunarbréf,“ segir Skúli kíminn. Þegar þau hjón eru innt eftir því hvað geri þessa bók frábrugðna öðrum barna- bókum eru þau skjót til svars. „Í bókinni er fróðleiksopna aftast þar sem er útskýring á ákveðnu náttúrufyr- irbæri sem tengist sögu bókarinnar,“ segir Sigríður Lillý. „Sagan gerist á Miðsumarshátíðinni í Svíþjóð sem er einna líkust Jónsmessu hér nema hvað hún er mun hátíðlegri í Svíþjóð. Í bókinni er þá útskýrt hvers vegna þetta er lengsti dagur ársins og hvers vegna það er sumar og hvers vegna vetur,“ segir Skúli. „Eins erum við þeirrar skoðunar að það sé okkur hollt að tengjast hinum Norðurlöndunum og viljum upplýsa börnin um Norðurlöndin og norrænan fróðleik og hver eru sérkenni þessara landa,“ segir Sigríður Lillý. En það er eitt að skrifa bók og mynd- „Maður verður að rækta í sér vitleysis- ganginn“ Dagleg störf þeirra verða seint talin til listgreina. Hún er forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins og hann er hæstarétt- arlögmaður. Þau eru þó bæði gædd list- rænum hæfileikum og saman hafa þau unnið að barnabók sem nú er komin út. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Úlfadrengirnir þrír, Úlfur, Uggi og Skuggi við heimili sitt. Barnabarn þeirra hjóna, Sigríðar og Skúla, hafði mikið um það að segja hvernig þetta skemmtilega þríeyki ætti að líta út. Skrif, myndskreyting og útgáfa barnabókar varð að fjölskylduverk- efni hjá þeim Sigríði Lillý Bald- ursdóttur og Skúla Bjarnasyni. Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.