SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 41
15. nóvember 2009 41 Kókoskúlur 150 g döðlur 150 g gráfíkjur 30 g þurrkaðar bananasneiðar – má sleppa ½ bolli möndluflögur 2 msk. möndlusmjör eða hnetusmjör ½-1 bolli kókos 3-5 msk. kakó 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. kanill 1-3 msk. hunang Setjið öll þurrefni í hrærivél og hrærið þar til úr verður gróft mauk. Bætið þá vanillu- dropum, kanil og möndlusmjöri við og svo loks hunanginu þangað til áferðin verður að þínu skapi. Jafnvel má sleppa hunanginu ef döðlurnar eru „ferskar“. Rúllið deiginu upp í kúlur og veltið þeim upp úr kókos. Setjið inn í ísskáp eða beint upp í munn. „Kúlurnar eru afskaplega einfaldar og fljótlegar að útbúa. Gott er að grípa í þær þegar sykursnúðurinn er að drepa mann. Þær eru svakalega vinsælar hjá fólkinu í kringum mig og bjóða upp á allskonar út- færslur. Til dæmis má bæta við appelsínu- berki, góðum líkjör, kaffi …“ segir Elín. ekkert endilega við eitthvað eitt.“ Ekki leið á löngu þar til Elín var farin að blogga um tilraunar sínar í elda- mennskunni. „Ég setti bloggið upp svo að þeir sem væru í sömu sporum og ég gætu nýtt sér það og fundið þar upp- skriftir sem henta fólki sem þarf að passa línurnar. Það getur verið svo þreytandi að þurfa stöðugt að finna út úr því hvað sé í lagi að borða og hvað ekki.“ Þrátt fyrir að njóta sín í eldhúsinu er Elín ekki kokkur af því taginu að hún dundi sér lengi við matseldina. „Ég reyni yfirleitt að búa til mat á stuttum tíma en vil samt að hann sé góður á bragðið og sæmilega hollur. Maður kemur yfirleitt heim úr vinnunni klukk- an fimm og nennir þá ekki endilega að standa yfir eldavélinni í fleiri klukku- tíma. Mottóið mitt er því að hafa þetta stutt, laggott og einfalt.“ Gott að eiga í frysti Uppskriftin sem hún deilir með les- endum Sunnudagsmoggans að þessu sinni er að kókoskúlum með döðlum og fíkjum. „Þær eru svakalega góðar og mjög sniðugar, sérstaklega núna fyrir jólin. Hátíðirnar geta verið erfiðar því þá eiga margir það til að detta ofan í súkkulaðikassann. Það getur verið ágætt fyrir þá sem vilja halda sér á beinu brautinni að eiga þetta í frysti. Ég gerði það fyrir síðustu jól og þurfti þá ekki að vera með alveg jafn mikið samviskubit þótt ég fengi mér svolítið nasl á milli mála. Það er kannski ekki heppilegt að raða þessum kúlum ofan í sig því þær eru stútfullar af döðlum og fíkjum og því ekkert alveg lausar við hitaeiningar. En þær eru töluvert hollari en súkkulaðibiti og það má alveg borða tíu svona kúlur án þess að fá samviskubit.“ http://ellahelga.blog.is/blog/ellahelga/ Kókoskúlurnar eru töluvert hollari en súkkulaðibiti og það má alveg borða tíu slíkar án þess að samviskan nagi. Athugið að þvottavélina þarf að þrífa bæði að utan og innan. Takið bakkann út sem er fyrir sápu og mýkingarefni og þvoið hann vel með heitu vatni og bursta. Gott að nota upp- þvottabursta í þetta verk en ekki má nota hann eftir þetta verk í uppþvottinn. Þvoið svæðið þar sem bakk- inn var og burstið vel. Bakkinn og það svæði er stundum bleikt, brúnt og svart og hált eins og áll en þetta eru sveppir og slý. Losið sigtið úr vélinni og hreinsið en athugið að það rennur vatn út þegar þetta er gert. Þvoið hurðina að utan og innan. Gangið ávallt vel um þvottavélina eins og allar aðrar vélar á heimilinu því þær kosta mikinn pening. Næst förum við að huga að jólaundirbún- ingnum. Margrét Dórothea Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans. Húsráð Margrétar Þvotta- vélin Í takt við tímann Bayonn eskinka kr. kg799 MEIRA FYRIR MINNA ! kr. 1L.239 Kjörís 1L Tilboðs ís Snittub rauð 129 kr. stk. Nýbaka ð! Bravo s afi í dós 250 m l 79 kr. stk Folalda gullas 1398 kr. kg verð áð ur 1798 22% afslátt ur Folalda snitsel 1498 kr. kg verð áð ur 1998 25% afslátt ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.