SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 26
26 15. nóvember 2009 C lutter-fjölskyldan átti sér einskis ills von þegar hún tók á sig náðir á búgarði sínum í Holcomb í Kansas fyrir réttum fimmtíu árum. Hjónin Herb og Bonnie og yngri börn þeirra tvö, Nancy, 16 ára, og Kenyon 15 ára. Tvær eldri dæt- urnar Eveanna og Beverly voru fluttar að heiman. Þau vöknuðu upp með andfælum um nóttina, tveir vopn- aðir ókunnugir menn stóðu yfir þeim. Þeir heimtuðu fé og spurðu ítrekað um peningaskápinn. Eftir að hafa gengið úr skugga um að ekkert reiðufé og enginn peningaskápur væru á búgarðinum missti annar innbrotsþjófanna, hinn 31 árs gamli Perry Smith, stjórn á skapi sínu og skar húsbóndann á háls. Lét ódæðismaðurinn ekki þar við sitja heldur skaut hann líka í höfuðið með haglabyssu. Því næst voru mæðginin, viti sínu fjær af skelfingu, leidd til slátrunar, eitt af öðru. Fyrst Kenyon, þá Nancy og loks Bonnie. Þegar tvímenningarnir, Smith og vit- orðsmaður hans, Dick Hickock, 28 ára, yfirgáfu bú- garðinn var enginn þar með lífsmarki. Clutter-fjölskyldan var sveitungum sínum harm- dauði enda ákaflega vel liðin. Herb Clutter var stað- fastur meþódisti sem braust til álna af ósérhlífni og eljusemi. Hann var orðlagður fyrir sanngirni og að gera vel við kaupamenn sína. Ódæðið vakti óhug um gjörvöll Bandaríkin og æð- isgengin leit hófst að morðingjunum. Henni lauk dag- inn fyrir gamlársdag 1959 þegar Smith og Hickock voru teknir höndum í Las Vegas. Þeir voru báðir á reynslu- lausn úr fangelsi og játuðu á sig verknaðinn. Dæmdir til hengingar Frásögn þeirra var þó ekki samhljóma. Hickock fullyrti að Smith hefði framið öll morðin en Smith staðhæfði að Hickock hefði skotið mæðgurnar. Hann dró síðar í land og gekkst við öllum morðunum sjálfur, þar sem hann kenndi í brjósti um móður Hickocks. „Hún er yndisleg manneskja,“ sagði hann. Ástæðan fyrir því að félagarnir brutust inn þessa ör- lagaríku nótt var sú að samfangi þeirra í ríkisfangelsinu í Kansas, sem vann um tíma á Clutter-býlinu, fullviss- aði þá um að þar væri a.m.k. 10.000 dali að finna í pen- ingaskáp. Það var hugarburður. „Mig langaði ekki að gera manninum mein. Hann var sannur séntilmaður, ljúfur í viðkynningu. Ég var þeirr- ar skoðunar alveg þangað til ég skar hann á háls,“ sagði Perry í yfirheyrslum um fyrsta vígið. Þeir Hickock neituðu báðir að tjá sig fyrir dómi og fyrir vikið liggur ekki með óyggjandi hætti fyrir hvor gerði hvað þessa skelfilegu nótt á Clutter-búgarðinum. Tvímenningarnir voru báðir fundnir sekir og dæmdir til dauða. Dómnum var framfylgt með hengingu laust eftir miðnætti 14. apríl 1965. Morðin vöktu athygli margra, þeirra á meðal rithöf- undarins Trumans Capotes, sem rannsakaði málið nið- ur í kjölinn. Hann varði drjúgum tíma á vettvangi og heimsótti Perry Smith ítrekað á dauðadeildina. Með þeim þróaðist samband. Smith, sem var af ind- íánaættum, var á ýmsa lund óvenjulegur maður. Margt bendir til þess að hann hafi verið siðblindur en hann átti líka sínar mjúku hliðar, unni t.a.m. bókmenntum og listum. Meðan á dvöl hans á dauðadeildinni stóð orti Smith ljóð og málaði myndir fyrir samfanga sína af fjöl- skyldum þeirra eftir ljósmyndum. Þetta dró Capote að honum. Heimildavinna rithöfundarins bar loks ávöxt þegar „óskálduð skáldsaga“, eins og hann komst sjálfur að orði, Með köldu blóði, kom út árið 1966. orri@mbl.is Skar séntilmann á háls Á þessum degi 15. nóvember 1959 Clutter-fjölskyldan saman komin á búgarði sínum meðan allt lék í lyndi. Því næst voru mæðginin, viti sínu fjær af skelfingu, leidd til slátrunar, eitt af öðru. Fyrst Kenyon, þá Nancy og loks Bonnie. Dick Hickock og Perry Smith í fjötrum. F yrir skömmu fóru fram athygl- isverðar umræður í Bretlandi um áfengi og áfengissýki. Til- efnið var brottrekstur for- manns ráðgjafanefndar innanríkisráðu- neytisins brezka um misnotkun fíkniefna. Sá maður, David Nutt prófessor, hafði lýst skoðunum á mismunandi tegundum fíkniefna, skoðunum sem féllu viðkom- andi ráðherra ekki í geð. Í þessum umræðum lýsti David Nutt áfengi, sem einhverri mestu ógn, sem þjóðfélög nútímans stæðu frammi fyrir. Áfengi væri tímasprengja, sem stjórnvöld yrðu að gera sér grein fyrir, að væri til staðar. Lifrarsjúkdómar vegna áfeng- isneyzlu væru líklegir til að verða mesta heilbrigðisvandamál næstu ára. Meira vandamál en hjartasjúkdómar. Þessi veru- leiki ásamt þeim félagslegu vandamálum, sem leiddi af áfengisdrykkju og mikill fjöldi dauðaslysa í umferð af sömu ástæðu gerði það að verkum, að áfengi væri ein mesta ógn, sem þjóðir horfðust nú í augu við. David Nutt lýsti þeirri skoðun, að setja ætti aldursmörk vegna áfeng- isdrykkju við 21 ár og þrefalda verð á áfengi til þess að draga úr neyzlu þess. Þessar skoðanir hins brezka prófessors voru ekki ástæðan fyrir brottrekstri hans heldur sú staðhæfing, að sumar tegundir annarra fíkniefna væru ekki verri en áfengi. Hins vegar var ljóst að yfirlýsingar David Nutt um skaðsemi áfengis féllu í grýttan jarðveg og auðvelt að sjá hvers vegna. Áfengisneyzla er ríkur þáttur í „menningu“ íbúa á Bretlandseyjum eins og sjá má í brezkum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og nánast á hverju götu- horni þar í landi. Að þrefalda verð á áfengi væri pólitískt óvinsælt og líklegt til að draga úr áfengisauglýsingum í fjölmiðlum. Prófessorinn hefur hins vegar rétt fyrir sér í öllum meginatriðum og þarf hvorki sérfræðinga eða rannsóknir til að sýna fram á það. Við þekkjum öll úr okkar dag- lega lífi og fjölskyldna okkar margar kyn- slóðir aftur í tímann, hvers konar böl áfengi er. Ofneyzla þess hefur ekki ein- ungis áhrif á viðkomandi einstakling heldur getur það nánast eyðilagt líf barna og maka og haft áhrif á líf annarra ein- staklinga um aldur og ævi. Áfengi er ótrú- lega mengandi og eyðileggjandi fíkniefni, sem mengar heimili og vinnustaði með þeim hætti að tími er kominn til að skera upp herör gegn neyzlu þess. Það þarf ekki að lesa margar bækur um aldamótakynslóðina fyrir hundrað árum til þess að átta sig á að ofnotkun áfengis hefur verið stórfellt þjóðfélagslegt vanda- mál á Íslandi undir lok 19. aldarinnar og í byrjun 20. aldar. Þar er komin skýring á því, að Góðtemplarareglan varð jafn öflug félagsmálahreyfing og raun varð á þá. Merki þeirra áhrifa mátti sjá fram eftir 20. öldinni. Forfeður okkar, afar og ömmur, hafa gert sér grein fyrir, að ein forsenda þess, að þetta fátæka samfélag á hjara ver- aldar gæti náð sér á strik var að berjast gegn áfengisneyzlu. Á seinni tímum hefur mönnum orðið ljóst, að ofnotkun áfengis hefur ekki bara áhrif á viðkomandi einstakling heldur djúpstæð áhrif á hans nánasta umhverfi. Þeir, sem eru vel að sér í þessum fræðum sjá það smátt og smátt á fólki, að það hefur alizt upp við ofneyzlu áfengis á heimili sínu í æsku og ber þess merki alla ævi í samskiptum við aðra, þótt sá hinn sami hafi aldrei bragðað dropa af áfengi sjálfur. Um slík áhrif áfengisneyzlu á fjölskyldur hafa vafalaust verið skrifaðar margar bækur og margvíslegar rannsóknir verið framkvæmdar á þessum afleiðingum áfengisdrykkju. Eina þeirra bóka rak á fjörur mínar fyrir löngu og kom út fyrir um tveimur áratugum. Hún nefnist: Adult Children. The Secrets of Dysfunctional Families. Höfundar eru John Friel og Linda Friel. Margir þeirra, sem hafa lesið þessa bók hafa vafalaust rekist á sjálfa sig á síðum hennar. Það hefur mikil vinna og miklir fjár- munir verið lagðir í það á seinni áratugum að bregða upp glæsimynd af áfengisneyzlu og telja fólki trú um, að eitthvað sé til, sem geti kallast vínmenning. Sá kostnaður hefur að sjálfsögðu verið greiddur af þeim, sem hagsmuna eiga að gæta, framleið- endum og seljendum áfengis. Þessi „menning“ hefur eyðilagt líf ótrúlega margra en áberandi minni fjármunum varið til þess að draga úr þeirri eyðilegg- ingu. Meðvirkni nútíma samfélags að þessu leyti er ekki minna rannsóknarefni en meðvirkni þjóðarinnar með „ölæði“ fjármálageirans á undanförnum árum. Á fyrri hluta 20. aldarinnar var það Góðtemplarareglan, sem tók af skarið og beitti sér fyrir því, að spyrnt var við fót- um. Á síðari hluta 20. aldarinnar kom það í hlut annarra félagasamtaka, SÁÁ. Þór- arinn Tyrfingsson, læknir, er afreksmaður á þessu sviði. Þær fjölskyldur á Íslandi eru ótrúlega margar, sem eru honum þakklát- ari en orð fá lýst, þótt ekki fari hátt. Í stað þess að þurfa stöðugt á brattann að sækja ætti sá maður að fá stuðning alþjóðar við það merka starf, sem hann hefur unnið og er að vinna. Það er kominn tími til að stjórnvöld og þar með Alþingi hætti að líta á áfeng- isvandann, sem jaðarvanda í samfélagi okkar. Brezki prófessorinn, David Nutt, hefur rétt fyrir sér í því, að áfengisneyzla er ein mesta ógn, sem samfélög nútímans standa frammi fyrir. Þótt sú ógn sé ekki alltaf áþreifanleg – hún er það oft – en lýsi sér gjarnan í sálarlífi fólks, sem getur verið jafn hættulegt, er áfengisneyzla þjóð- félagslegt vandamál, sem takast verður á við. Í stað þess að leiða það vandamál hjá sér eiga stjórnmálamennirnir að horfast í augu við það og láta til sín taka. Og það eiga fjölmiðlar að gera líka í stað þess að leita allra hugsanlegra leiða til þess að komast fram hjá banni við auglýsingum á áfengi, sem sumir þeirra gera. Áfengi er böl og ógnun við samfélög nútímans Af innlendum vettvangi… Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.