SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 36
36 15. nóvember 2009 Þ etta er fyrst og fremst áhugi og kjarkur,“ segir Björgvin Árni Ólafsson á Hvolsvelli sem farið hefur í fimmtíu utanlandsferðir á 48 árum. Hann er orðinn 92 ára gamall en engan bilbug er á honum að finna. „Ég á eftir að fara í a.m.k. tvær ferðir. Annars vegar langar mig að koma aftur til Rúss- lands til að sjá uppbygginguna sem hefur átt sér stað frá því ég kom þangað síðast. Hins vegar stefni ég skónum til Suður-Ameríku, helst Brasilíu, en þangað hef ég aldrei komið. Til Ríó fer ég samt ekki, þar er of heitt og of há glæpatíðni, höfuðborgin, Brasilía, heillar mig meira.“ Björgvin upplýsir að helst vilji hann ferðast ennþá meira en hann gerir. „Núorðið vantar mig ferðafélaga. Það er varasamt að ferðast einn þegar maður er kominn á þennan aldur.“ Víðförli Björgvins er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hann talar ekkert erlent tungumál. „Bara yes og no,“ segir hann og glottir. Mest hefur Björgvin ferðast í hóp- um eða með vinum og kunningjum en stundum líka einn. „Það hefur gengið ágætlega. Íslenskan gengur hvar sem er í heiminum með hæfilegum bendingum.“ Hann heldur upplýsingum um allar sínar ferðir skil- merkilega til haga á þar til gerðum spjöldum, þar sem fram koma dagsetningar og lönd sem sótt voru heim. Spjöldin eru fimmtíu í dag en í sumum ferðum hefur Björgvin heimsótt fleiri lönd en eitt. Á stofuborðinu er forláta hnattlíkan. Sló með orfi og ljá Björgvin er borinn og barnfæddur á Álftarhól í Austur- Landeyjum árið 1917. Þar bjó hann og sinnti bústörfum til 21 árs aldurs í hópi tólf systkina. „Í þá daga var slegið með orfi og ljá,“ segir hann sposkur, svona til að kanna hvort blaðamaður hafi heyrt minnst á fornminjar af því tagi. Björgvin var síðar kaupamaður á Selfossi og Kjal- arnesi, vann í fiski í Vestmannaeyjum og um tíma sem kafari í Grundarfirði, svo eitthvað sé nefnt. Lengst af var hann þó næturvörður í Útvegsbankanum í Reykjavík. Ekki gekk alltaf auðveldlega að fá sig lausan þaðan til að leggjast í ferðalög. „Kaupið var á tímabili svo lágt að enginn fékkst til að leysa mig af. Það kom því fyrir að ég vakti allar nætur ársins nema í sumarfríum.“ Hann á tvær dætur, Helgu, sem búsett er í Lundi, og Báru, sem býr í Bergen. Útþráin er greinilega í blóðinu. Björgvin langaði alltaf að ferðast. „Ætli það hafi ekki verið í ættinni. Ég átti frænda sem fór alla leið til Kína. Á þessum árum var hins vegar sárasjaldgæft að fólk færi út fyrir landsteinana og lengi vel lét ég mig bara dreyma,“ segir hann. Það kom þó að því að hann fór í sína jómfrúferð. Það var árið 1961 þegar Björgvin var 44 ára. Hann var frá- skilinn á þeim tíma og slóst í för með hópi Íslendinga til Danmerkur, Austur-Þýskalands, Tékkóslóvakíu, Aust- urríkis og Póllands. Honum er ferðin ekki minnisstæð enda hafði hann ekki eignast myndavél á þessum tíma. „Blessaður vertu. Ég átti ekki einu sinni ferðatösku. Fór utan með dótið mitt í pappakassa með bandi utan um,“ segir hann og brosir að minningunni. Björgvin fagnaði fimmtugsafmæli sínu erlendis. Nema hvað? Hann fór þá í 66 daga ferð um gjörvöll Bandaríkin með gamla góða Greyhound. „Þetta var bráðskemmtileg ferð og ódýr. Dagurinn kostaði einn dollara hjá Greyho- und og ætli dollarinn hafi ekki verið 4,50 krónur á þess- um tíma. Nú er öldin önnur,“ segir Björgvin og hristir höfuðið. Björgvin ætlaði alla leið til Mexíkó í þessari ferð en var stöðvaður við landamærin. „Þeir héldu því fram að mig vantaði vegabréfsáritun og ég varð frá að hverfa. Seinna áttaði ég mig á því að þeir vildu auðvitað að ég mútaði þeim.“ Það var ekki fyrr en löngu síðar að Björgvin kom loksins til Mexíkó. Fundaði með forsetanum og keisaranum Þess má geta að Engilbert Maríus, bróðir Björgvins, bjó lengi í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði við mynd- skurð. Í eitt skipti var honum falið að skera út byssu- skefti fyrir síðasta keisara Írans, Mohammad Reza Pa- hlavi, sem var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Yfirmenn hans sáu um að afhenda skeftið en keisarinn hreifst svo af handverkinu að hann krafðist þess að fá að hitta myndskerann sjálfan. Það var því haldið með hann og gestgjafa hans, Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta, sem leið lá inn á verkstæði. Þar átti Engilbert úr Austur- Landeyjum notalega stund með þjóðhöfðingjunum. Björgvin á vont með að gera upp á milli ferða en ferð sem hann fór til Aþenu um árið kemst nálægt því að vera sú besta. Þá sigldi hann út til þriggja nálægra eyja og heimsótti sögulegar slóðir í Delfí. Björgvin er mikill áhugamaður um fallegar byggingar og segir það hafa verið mikla upplifun að sjá Taj Mahal og Lótusblómið í Indlandi með berum augum. Eins Péturs- kirkjuna í Róm. Í tvígang hefur Björgvin stungið við stafni í Kína. „Systurdóttir mín, Ásta Kristjánsdóttir, bjó þar um tíma og í annað skiptið heimsótti ég hana. Kína er merkilegt land og þar er margt athyglisvert að sjá, svo sem sex þúsund ára gamlar grafir og heitar uppsprettur. Kín- verjar voru óvanir útlendingum á þessum tíma og hóp- uðust fyrir vikið kringum mig. Ég kann vel við fólkið í Kína en maturinn er of kryddaður fyrir minn smekk. Ég mæli þó með hrísgrjónabrennivíninu.“ Björgvin er með mynd af Maó formanni á stofuveggn- um heima á Hvolsvelli og spurt er hvort hann sé í met- um. „Ég virði Maó fyrir að hafa sameinað kínversku þjóðina. Hann var litríkur maður og mikill kvennabósi.“ Björgvin kveðst vera félagshyggjumaður að upplagi en hefur aldrei verið flokksbundinn. „Mér dytti það ekki í hug.“ Björgvin sótti Sovétríkin sálugu heim og kom síðar til Rússlands. Hann segir það áhugaverðasta land sem hann hefur heimsótt en á vont með að gera upp á milli Hólm- garðs, Pétursborgar og Moskvu. Hann gerði víðreist og rifjar upp mikla veislu sem honum og föruneyti hans var haldin í skógi nokkrum í Irkútsk við Bajkal-vatn. „Þar voru margir réttir á borðum og mikið af vodka. Er leið á veisluna var maður orðinn nokkuð hátt uppi og þá náði ég góðum myndum af konunum í hópnum,“ segir hann og glottir. Björgvin hefur alltaf tekið mikið af myndum á ferðum sínum og á þær skilmerkilega flokkaðar á nokkrum geisladiskum. Hann sýnir blaðamanni forláta Kodak- myndavél sem hann notar en lengi var Konica hans uppáhaldsmerki. Mest myndar hann byggingar og mannlíf. Eins og sjá má af þessari upptalningu fer Björgvin ekki alltaf troðnar slóðir. „Ég fer ekki alltaf á sömu sólar- ströndina, hef bara einu sinni komið til Benidorm,“ seg- ir hann. „Mig langar miklu frekar að prófa eitthvað nýtt.“ Kvefaðist í Miðjarðarhafinu Fáar ferðir hafa verið misheppnaðar en því miður fellur síðasta ferð sem Björgvin fór í á síðasta ári í þann flokk. Hann fór þá í siglingu um Miðjarðarhafið og kvefaðist Björgvin Árni Ólafsson ásamt dragfínni rússneskri blómarós. Björgvin Árni ásamt systkinum sínum Engilbert, Rósu og Óskari á Eyjafjallajökli sumarið 1942. Hann hefur ferðast víðar en á erlendri grundu. Engilbert hitti Lyndon B. Johnson. Íslenskan gengur hvar sem er með hæfi- legum bendingum Hann hefur komið til hvers einasta lands í Evrópu og margra í öðrum álfum. Enda þótt Björgvin Árni Ólafsson sé orðinn 92 ára er hann hvergi nærri hættur að ferðast. Nú hefur hann sett stefnuna á Rússland, aftur, og Brasilíu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ferðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.