SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 44
44 15. nóvember 2009 Breska söngkonan Joss Stone komst að því í sumar að útgáfu- fyrirtæki eru rekin til að græða en ekki fyrir listina þegar EMI- útgáfan tók að setja henni reglur um hvern- ig músík hún ætti að syngja og hvernig hún ætti að líta út. Í viðtali við breska tónlistar- tímaritið Q sagðist hún hafa rekið sig á það að stjórar hjá fyrirtækinu teldu hana eign út- gáfunnar og ætti því að fara eftir því sem skilaði mestum arði. Um tíma leit út fyrir að hún myndi greiða EMI hálfan milljarð til að losna undan samn- ingi við fyrirtækið, en á endanum náðust ein- hverskonar sættir því ný plata hennar, Colo- ur Me Free!, kemur einmitt út á vegum EMI. Joss Stone glímir við útgáfu sína Joss Stone S öngkonan Norah Jones sló rækilega í gegn með sinni fyrstu breiðskífu, Come Away with Me, sem kom út 2002 og hefur selst í ríflega 25 millj- ónum eintaka um heim allan og selst enn. Síð- an hefur hún sent frá sér tvær breiðskífur sem notið hafa hylli; þótt engin hafi náð eins langt og fyrsta platan hafa þær þó selst í nokkrum milljónum eintaka. Á morgun kemur svo út fjórða sólóskífa Noruh Jones, The Fall. Á nýju plötunni er Norah Jones venju frem- ur ævintýragjörn sem sést best á því hve marga ólíka listamenn hún kallaði til liðs við sig. Eins og hún lýsir því sjálf á vefsetri sínu þá fannst henni tími til kominn að skipta aðeins um tónlistarumhverfi, prófa að blanda geði við aðra en þá sem hún hefur unnið með síð- asta áratuginn eða svo. Meðal þess sem vekur athygli þegar sam- starfsmannalistinn er skoðaður er að upp- tökustjórinn er þekktastur fyrir vinnu með Kings of Leon, Modest Mouse og Tom Waits, en meðal músíkanta má nefna lið sem spilað hefur með Beck, R.E.M., Erykuh Badu, Al Green, Tom Waits, Elvis Costello, Johnny Cash og Joe Strummer. Einnig semur Jones lög með Ryan Adams og Will Sheff (Okkervil Ri- ver), en hennar helsti félagi í gegnun árin, Jesse Harris, er á sínum stað. Píanóið í aukahlutverk Aðal Noruh Jones hefur verið píanóleikur, seiðandi rödd og mjúkur tregi. Fyrir vikið hnykkir því eflaust einhverjum við þegar hann hlýðir á skífuna nýju, því píanóið hefur færst aftar í hljóðmyndina og jafnvel horfið al- veg. Í þess stað spennti stúlkan á sig gítarinn og segist býsna ánægð með það, enda segist hún hvort eð er yfirleitt semja lögin sín á gítar. Þegar við bætist að takturinn skiptir meira máli en forðum er ljóst að hún fer ótroðnar slóðir. Að þessu sögðu er þó djasssveiflan mjúka aldrei langt undan; það var ætlan Noruh Jones þegar hún fluttist til New York fyrir áratug að verða djasssöngkona og hún heldur líka í þann draum með raddbeitingu og í raun í lagasmíð- um, því þótt takturinn sé ágengari en forðum og sveiflan ekki eins augljós sést þegar rýnt er í lögin að hún er trú upprunanum. Taktur og tregi Söngkonan kunna Norah Jones sendir frá sér nýja skífu á morgun. Efluast eiga einhverjir eftir að reka upp stór eyru því a plötunni kveður við annan tón, þótt seiðandi mjúk djasssveifla sé aldrei langt undan Árni Matthíasson arnim@mbl.is Norah Jones Fyrsta plata Noruh Jones, Come Away With Me, kom út í febrúar 2002. Í spjalli við Morgunblaðið sagðist hún hafa verið ánægð með viðtökurnar framan af: „Fyrstu mánuðina eftir að plat- an kom út kom oft fyrir að ég hitti fólk sem fannst platan frá- bær og mér fannst eins og ég væri ógeðslega svöl, en þegar platan varð vinsæl hætti ég allt í einu að vera svöl.“ Come Away With Me hefur selst í um 25 milljónum eintaka. Næsta skífa, Feels like Home, sem kom út í febrúar 2004, hef- ur selst í um sjö milljónum ein- taka og Not Too Late, sem kom út í lok janúar 2007, í hálfri fjóðru milljón eintaka. Metsöluskífan mikla. Milljónasala Noruh Jones Tónlist John Paul Jones úr Led Zeppelin. Dave Grohl úr Foo Fighters. Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Saman í rokktríói! Þetta hlýt- ur að teljasta öflugasta rokktríó sem sett hefur verið saman síðan Clapton og co. stofnsettu Cream hér í den. Fyrsta plata sveitarinnar, samnefnd henni, kemur út nú eftir helgi en það var Grohl sem átti hug- myndina að samstarfinu og kviknaði hún fyr- ir fjórum árum. Sveitin kom fram op- inberlega í fyrsta skipti í ágúst síðastliðnum og renndi sér í frumsamin lög eingöngu. Tón- listin er rokk …gríðarlega feitt og þétt rokk! Them Crooked Vultures. Þetta kallar maður súpergrúppu! Út eru komnir á mynd- og hljómdiski tónleikar gruggsveit- arinnar goðasagna- kenndu Nirvana sem fram fóru á Reading- hátíðinni árið 1992. Tónleikar þessir urðu til að styrkja sveitina í sessi sem helstu rokksveit samtímans og lyfta henni upp úr hinu annars dásamlega forarsvaði neðanjarðartónlistarinnar og upp í hæstu markaðshæðir. Kurt gamli Cobain átti alltaf erfitt með að höndla þá staðreynd að sveit hans væri að vinna inn á þess hátt- ar svæði en það er næsta víst að hann hefði lagt blessun sína yfir þessa útgáfu, enda er hin hráa Nirvana og ótrúleg orka sveitarinnar á sviði fönguð með miklum stæl. Sögufræg Nirvana Kurt Cobain
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.