SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 33
15. nóvember 2009 33 H jálmar Jónsson lýsir í bók sinni föður sínum, sem var mikill atorkumaður, en segir einnig: „Hann umgekkst áfengi af sama kappi og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Og þá var stundum sem allt væri í hers höndum. Arfurinn frá Siglu- firði síldaráranna, með landlegum og slags- málum, uppfært og staðfært í sveitarsamfélaginu, það var ekki vænlegt til alþýðuhylli í Tung- unum.“ Síðar ritar Hjálmar: „Alkóhólismi pabba þrúgaði nokkuð uppvaxt- arár okkar systkinanna á Akureyri. Ég vildi ekki fá skólafélaga mína inn á heimilið. Alkóhólisminn var fjölskylduleyndarmál sem allir í fjölskyldunni reyndu að fela. Á árum mínum í Gagnfræðaskól- anum á Akureyri og síðar menntaskólanum liðu stundum nokkrir dagar, jafnvel heil vika, án þess að ég færi í skól- ann, einfaldlega vegna þess að allt var í hers höndum þegar pabbi var á fylliríi. Þá var gríðarlegur sláttur á honum og vinum hans og heimilislífið allt úr skorðum. Þetta gerðist nokkrum sinnum á ári, en þó aldrei um jól. Eftir drykkjutúrana leið pabbi sálarkvalir. Þá vakti hann og vann stundum sólarhringum saman. Hann gekk þá til allra verka sinna af ábyrgð og miklu kappi en svo komu tímabil þar sem allt gekk miður. Ef til vill þjáðist hann af þunglyndi og kannski var það kveikjan að drykkjunni. En smám saman fór alkóhólisminn að ná meiri tökum á honum. Mamma hélt heimilinu saman og lagði mikla alúð í uppeldi okkar, en það var erfitt að lifa við þetta. Allt á heimilinu snerist um þessar sviptingar, ýmist vonda eða góða daga.“ Gjörbreytt líf „Þegar tímar liðu og um það bil sem ég flutti úr foreldrahúsum breyttist þetta. Nokkrir vinir og félagar pabba á Akureyri, sumir drykkjufélagar, stofnuðu ásamt honum AA-deild. Mikil breyting varð á lífi þeirra og fjölskyldna þeirra. Og svo kom sólin upp heitir bók Jónasar Jónassonar um reynslu alkóhólista og þau orð áttu vel við hér. Þetta gjörbreytti lífi pabba og allrar fjölskyld- unnar og var eins konar frelsun. Pabbi hætti reyndar ekki alveg að drekka en það dró verulega úr drykkjunni vegna þess að nú hafði hann að- hald frá þessum nýju samtökum, vinum sínum þar og vopnabræðrum.“ Hjálmar ólst upp í Biskupstungum í hinu gamla bændasamfélagi. Meðal annars lýsir hann því hvernig systkinin í Borgarholti sinntu blindum einstæðingi á næsta bæ en segir líka frá merki- legum ferðum til Reykjavíkur: „Ég var hlédrægur en skapmikið barn. Þegar ég var átta ára orti Kristinn afi um mig þessa vísu: Hjálmar, strákur sterklegur, stundar nám í vetur. Hann er jafnan hæglátur en hitnað skapið getur. Á þessum árum stamaði ég töluvert og leið fyr- ir það. Ég var fámáll á köflum, talaði við hundinn minn og las bækur. Foreldrar mínir töldu að við svo búið mætti ekki standa og höfðu samband við sérfræðinga í Reykjavík. Ég var sendur til geð- læknis, dr. Jakobs Jónassonar, sem þá var nýlega kominn heim frá námi. Til hans sótti ég nokkra tíma. Hann sýndi mér myndir, lét mig tala um þær og skoðaði það sem ég teiknaði. Mér líkaði ágætlega við hann. Enda þótt ég heyrði ágætlega gekk ég jafnframt þessu í Heyrnleysingjaskólann. Ég hafði afar gott af því að hitta Brand Jónsson skólastjóra og kynnast honum. Hann var skemmtilegur maður sem hóf tímana ætíð á létt- um húmor og talæfingarnar sem hann lét mig síðan gera urðu leikandi léttar. Ég er viss um að það sem hjálpaði mér mest á þessum mánuðum var að fá aukið sjálfstraust. Og smám saman yf- irsteig ég hindranirnar sem komu í veg fyrir það að ég kæmi heilum setningum frá mér. Um mik- ilvægi þessa fjölyrði ég ekki. En lengi framan af ævi var ég óframfærinn, ég kveið fyrir því að vera tekinn upp í tímum og það truflaði löngum skólagönguna. Þennan tíma sem ég var að fá bót á þessum vandkvæðum bjó ég hjá afa og ömmu, Kristni og Guðfinnu, í litlu húsi sem þau höfðu keypt og byggt við að Suðurlandsbraut 86. Það var í miðjum Múlakampi. Þetta var einstakur tími. Afi átti talsvert bókasafn. Mest var það þjóðlegur fróðleikur, Íslendingasögurnar, ljóðabækur og svo man ég sérstaklega eftir Grímu. Það voru mörg bindi af þjóðsögum, draugasögum, sögum af mórum og skottum og alls konar fyrirbærum. Aldrei datt mér í hug að trúa því sem þar stóð enda las ég þennan fróðleik eins og ævintýri sem hægt var að gleyma sér í og lifa sig inn í. Veröldin þeirra afa og ömmu var yndisleg. Ör- yggið og háttbundið lífið þar í húsi var notalegt. Afi vann hálfan daginn í Múlalundi við að fram- leiða plastvörur og amma sá þar um ræsting- arnar. Stutt var niður í Múla við Suðurlandsbraut. Þar bjó Gunnar, móðurbróðir minn, og kjarna- konan Svanhildur Guðmundsdóttir. Hún var mikil persóna, stór í sniðum. Ekkert vissi ég smátt í hennar sál eða framgöngu. Gunnar var varðstjóri í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hann kenndi mér á sinn hátt að taka ekki sjálfan mig of hátíðlega.“ Hjart- sláttur séra Hjálmars Séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur og fyrrverandi alþingismaður hefur sent frá sér ævisögu sína sem nefnist Hjartsláttur. Ævisagan kemur út hjá bókaforlaginu Veröld og birtir Morgunblaðið hér brot úr bókinni með leyfi útgefanda. Faðir Hjálmars, Jón Óli Þorláksson, var menntaður flugmaður frá Bandaríkj- unum og passaði ekki alltaf inn í bænda- samfélagið í Tungunum. Hjálmar Jónsson sendir frá sér ævisögu þar sem skiptist á gleði og sorg. skreyta og annað að gefa hana út og dreifa henni. Eldri dóttir þeirra hjóna, Erla Skúladóttir lögfræðingur, bjargaði málunum og stofnaði útgáfufyrirtækið Málstað til að sjá um útgáfu bókarinnar og dreifingu. Þau Sigríður Lillý og Skúli segjast hafa ráðist í þetta eingöngu af hugsjón og kannski til að skilja eitthvað skemmtilegt eftir sig og að þau hefðu aldrei gert þetta án hvatningar barna sinna. Þau segja enga sérstaka gróða- hugsun liggja að baki þessu fjölskylduverkefni og sýna það eflaust fyrst og fremst með því að frá nóvembermánuði 2009 til loka febrúar 2010 renna 100 krónur af hlut Málstaðar af hverri seldri bók útgáfunnar til ís- lensku hjálparsamtak- anna Enza sem eru starf- rækt í Suður-Afríku. Enza rekur heimili fyrir barnshafandi stúlkur og konur sem þurfa að gefa barn sitt frá sér vegna fátæktar eða útskúfunar. Mál- staður mun hverju sinni styðja við verðugan málstað með sambærilegum hætti og útgáfan styrkir nú Enza. Þegar þau hjón eru spurð hvort þau muni halda áfram að skrifa og mynd- skreyta barnabækur svarar Skúli, „Það má upplýsa það á þessu stigi að þeir úlfadrengir eiga eftir að leggja land undir fót og ferðast víða um Norðurlönd og það er búið að skrifa þrjár bækur nú þegar.“ Morgunblaðið/Kristinn „Ég hef atvinnu af því að vera leiðinlegur en ég get skemmt mér óskap- lega vel við að skrifa kærubréf og stefnur. Óneitanlega hugsar maður um hvað eigi eftir að liggja eftir mann. Það er ekki óskandi að í minningargreininni standi eingöngu: hann skrifaði mörg falleg hót- unarbréf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.