SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 10
10 15. nóvember 2009 U tanríkisráðherrann síkáti, Össur Skarphéðinsson, hefur, eins og svo margt samfylkingarfólk, haft eitt mál á dagskrá sinni frá því löngu fyrir hrun og hrunið fyrir rúmum 13 mánuðum breytti þar engu um. Stóra málið hans er vitaskuld það að koma okkur, íslensku þjóðinni, í Evrópusambandið með góðu eða illu. Ekkert annað skiptir íslenska þjóð máli, að mati ráð- herrans, hvorki Icesave-skuldbindingar, skattpíning rík- isstjórnarinnar á öllum almenningi upp undir rjáfur og meira að segja upp úr rjáfrinu, minnkandi greiðslugeta hins al- menna launþega og stórskertur kaupmáttur, stórkostlegur vandi þorra fyrirtækja í landinu, launalækkanir á línuna, né uggvænlegur samdráttur í velferðar- og menntakerfi lands- manna. Slík smámál eru ekki vandamál utanríkisráðherrans síkáta. Fyrr í vikunni gekk ráðherrann jafnvel svo langt að halda því fram að Íslendingar gætu fengið herkostnað upp á um milljarð króna, af aðildarumsókn, endurgreiddan frá Evr- ópusambandinu, en hann neyddist til þess að éta þau ósann- indi ofan í sig í ræðustól Alþingis á miðvikudaginn. Eru engin takmörk fyrir því hversu lágt er hægt að leggjast til þess eins að vinna málstað lið, sem samkvæmt öllum nýlegum skoð- anakönnunum á afskaplega takmarkað fylgi meðal íslensku þjóðarinnar? Jóhanna Sigurðardóttir, sem bókstaflega var neydd til þess af flokkssystkinum sínum að taka við sem formaður Sam- fylkingarinnar, eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti af- skiptum af pólitík sökum heilsubrests á liðnum vetri, mun örugglega ekki hyggja á endurkjör sem formaður flokksins næst þegar Samfylkingin velur sér formann. Því skiptir miklu máli fyrir Össur, sem er sérfræðingur í því að gæta eigin hagsmuna í pólitík og undirbýr nú ljóst og leynt að verða arftaki Jóhönnu á formannsstól, að tryggja að svilkona hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, muni ekki hyggja á endurkomu í pólitíkina, sem ýmsir stuðningsmenn hennar hafa verið að gefa til kynna undanfarið að væri nauðsynlegt fyrir hina forystulausu Samfylkingu. Hvernig tryggir ESB- ráðherrann það? Jú, vitanlega með því að koma fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar úr landi og tryggja henni vel launaða stöðu í Vínarborg. Það fór ekki mikið fyrir fréttinni á forsíðu Morgunblaðsins á laugardag fyrir réttri viku, undir fyrirsögninni Ingibjörg Sólrún til Vínar? Þar var greint frá því að Ingibjörg Sólrún hefði sótt um embætti yfirmanns baráttu gegn mansali hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. RÚV fylgdi þessari litlu frétt eftir á laugardagskvöldið og greindi frá því að utanríkisráðuneytið styddi umsókn Ingibjargar Sólrúnar og hefði beitt sér fyrir hennar hönd. Nema hvað?! Vitanlega stekkur ráðherrann síkáti á tæki- færið sem hann sér í því að losna við Ingibjörgu Sólrúnu úr forystusveit Samfylkingarinnar fyrir fullt og fast, og styður því svilkonu sína „heittelskuðu“ eða þannig, til þess að hljóta hið feita jobb, þar sem mánaðarlaun eru um 10 þúsund evrur, eða tæplega 1,9 milljónir króna, auk hlunninda. Verði Ingibjörg Sólrún ráðin í starfið auðveldar það Össuri mjög endurkomu í formannsstól Samfylkingarinnar, því þar með ættu raddir hennar helstu stuðningskvenna og karla að hljóðna hægt og hljótt, raddir eins og Helgu Jónsdóttur, bæj- arstjóra í Fjarðabyggð, Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoð- armanns Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra – þeirrar sömu Kristrúnar og Össur henti öfugri út úr utanríkisráðu- neytinu, eftir að hann tók við völdum þar af svilkonu sinni, og fleiri. En á yfirborðinu í Samfylkingunni verður vitanlega allt slétt og fellt, hér eftir sem hingað til. Út á við heyrast bara raddir frá þeim um óeininguna í VG, sem sé svo yfirgengileg, að flokkurinn sé á mörkum þess að vera samstarfshæfur. Sennilega ekki miklar ýkjur úr skotgröfum Samfylkingar, en hljómar þetta ekki eitthvað kunnuglega í eyrum þingmanna þess flokks, sem áður unnu í ríkisstjórn með Samfylkingunni um 18 mánaða skeið eða svo – þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins?! Össur passar alltaf upp á eigin hag Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is 5:00 Trausti rís árla úr rekkju á Akranesi til að aka dóttur sinni á æfingu hjá sundfélagi bæj- arins. Þegar hann kemur heim aftur sporðrennir hann tveimur ristuðum brauðsneiðum áður en hann leggur af stað í vinnuna. Trausti hlustar á sex-fréttir í bílnum en hann er um tuttugu mínútur að keyra sem leið ligg- ur á Grundartanga. Við komuna í vinnuna nær hann í skottið á næturvaktinni til að fara yfir hvort einhver frá- vik hafi komið upp um nóttina. „Við leggjum ríka áherslu á að bregðast strax við öllum frávik- um,“ segir Trausti sem fer í fimmtán öryggisferðir um verk- smiðjuna í hverjum mánuði. Því næst fær hann sér kaffi- bolla áður en hann skrifar dag- leg öryggisskilaboð til starfs- manna. „Ég reyni að koma þeim frá mér fyrir klukkan átta.“ 9:30 Trausti tekur á móti umsækjanda um starf sérfræð- ings á öryggissviði fyrirtækisins. Um þrjátíu manns sóttu um starfið en sex voru boðaðir í við- töl. Hálftíma síðar er hann mætt- ur á fund framkvæmdastjórnar Norðuráls, þar sem farið er yfir umbætur í öryggismálum. Yfirmaður öryggismála hjá móðurfyrirtæki Norðuráls, Century Aluminum, er í heim- sókn hjá fyrirtækinu þessa vik- una og Trausti er honum til halds og trausts. 15:00 Seinni hluti dagsins fer aðallega í pappírsvinnu. Mý- mörg erindi berast á degi hverj- um og Trausti þarf að lesa og svara ófáum tölvupóstunum. Það er einnig í hans verkahring að halda utan um alla tölfræði í öryggismálum, auk þess sem hann er annar ritstjóra frétta- bréfs fyrirtækisins, Norðurljósa. Trausti þarf líka að sinna dag- legu amstri af ýmsu tagi, svo sem að sjá til þess að allar ör- yggisvörur séu til og í lagi á lag- ernum. Hann gefur sér líka tíma til að ræða við starfsmenn. „Í mínu starfi er lykilatriði að gefa sig að fólkinu í fyrirtækinu, jafnvel leyfa því að blása. Tals- vert er um ábendingar um úr- bætur og mér er ljúft og skylt að taka þær til greina.“ Trausti hefur unnið hjá Norð- uráli í ellefu ár og líkar ákaflega vel. „Ég hef verið hérna frá því álverið var ræst og finnst ég eiga pínulítið í þessu. Ég hef tekið þátt í að móta fyrirtækið. Vænst þykir mér um allt það frábæra fólk sem hér starfar. Ég minnist þess ekki að hafa unnið með vondum manni.“ Trausti, sem er rafmagns- tæknifræðingur að mennt, kenndi áður í átta ár við Fjöl- brautaskóla Vesturlands. 17:00 Vinnudegi Trausta lýkur. Stundum dregst það þó til kl. 18. Hann rennir heim á Skaga og þegar hann dettur inn úr dyrunum er frúin, Sigríður Ragnarsdóttir, grunnskóla- kennari, venjulega að koma úr ræktinni og dætur hans af íþróttaæfingum. Sonurinn sem er elstur leggur stund á nám í Hafnarfirði. A.m.k. einu sinni í viku gengur Trausti á Akrafjall með nokkrum félögum sínum „til að viðhalda líkama og sál“. Persónulegt met hans á leið upp fjallið er 32 mínútur sléttar. 19:00 Trausti finnur sig illa fyrir framan eldavélina. „Ef það er eitthvað í þessum heimi sem mér þykir leiðinlegt þá er það matseld. Ég er þokkalegur í frá- gangi og þvotti en konan sér um eldamennskuna. Byggi ég einn væri ég líklega bara í 1944- réttum en til allrar hamingju er ég rosalega vel kvæntur.“ Trausti er líka lélegur sjón- varpsglápari. „Ég held ég hafi klárað mína fyrstu bíómynd á árinu um síðustu helgi, Der Un- tergang. Hún var mjög góð.“ Trausti er líklegri til að glíma við krossgátur. „Ég er áskrifandi að helgarmogganum, aðallega út af krossgátunum. Ég varð að vísu fyrir sjokki um daginn þeg- ar ég heyrði einhvern sérfræð- ing lýsa því að krossgátur væru bara fyrir heimavinnandi hús- mæður,“ segir hann og hlær. 22:00 Trausti tekur á sig náðir. „Stundum næ ég tíu- fréttum, stundum ekki. Ég hef alltaf verið betri morgun- en kvöldmaður.“ orri@mbl.is Dagur í lífi Trausta Gylfasonar öryggisstjóra Norðuráls Trausti Gylfason öryggisstjóri hefur unnið hjá Norðuráli undanfarin ellefu ár og líkar ákaflega vel. Morgunblaðið/Ómar Öryggið uppmálað Jólahlaðborð í Skútuvogi opið alla daga kl. 18 - 20 Aðeins 990kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.