SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 51
15. nóvember 2009 51 fífldjarft. Sé það skoðað í ljósi síns tíma er það hrein fífldirfska og þurfti talsvert hugrekki til þess að dengja sér í þann streng. Það verður ekki af Vigdísi tekið. Það er líka greinilegt að hvorki Vigdís né aðstand- endur framboðsins trúa því í raun framan af að sigur- möguleikarnir séu miklir. Það var í raun og veru svo gífurlega róttækur gjörningur að kjósa fráskilda ein- stæða móður í sæti þjóðhöfðingja á Bessastöðum, að menn áttu bágt með að sjá Íslendinga gera það þegar á hólminn var komið. Enda kom á daginn að karlveldið var ekki sátt við að einhver stelpa væri allt í einu komin inn í þeirra heim og ætlaði að gera sig gildandi. Það tók Vigdísi allmörg ár að vinna embættis- mannakerfið, sem var nánast einvörðungu skipað körlum, á sitt band.“ Ætlaði sér að hætta Kemur viðhorf hennar til stjórnmálamanna þessa tíma fram í bókinni? „Það er fjallað um þau samskipti og sjálf tjáir hún sig líka um þau. Það ber að hafa í huga að Vigdís er forseti á tíma þegar fyrirferðarmiklir menn, stór egó, eru í stjórnmálunum: Davíð Oddsson, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Jón Baldvin Hannibalsson, svo þeir helstu séu nefndir, allt litríkir og sterkir stjórnmálamenn sem hún þarf að eiga sam- skipti við og þau eru upp og ofan. Ég held að það hafi skipt miklu fyrir hana að Gunnar Thoroddsen var fyrsti forsætisráðherrann sem hún átti samskipti við. Vigdís kom strax á þeim sið, sem síðar hélst, að for- sætisráðherra hitti forseta vikulega og setti hana inn í helstu mál. Það var mikilvægt fyrir hana að sá fyrsti sem setti hana inn í málin skyldi vera þessi gamal- reyndi nestor stjórnmálanna. Hún bjó að því seinna. Í bókinni segist Vigdís sjá eftir því að hafa ekki hætt árið 1992 eins og hún hafði alltaf ætlað sér. Það var lagt mjög hart að henni að halda áfram og hún ákvað að verða við þeim óskum þvert gegn eigin sannfær- ingu. Síðasta kjörtímabilið varð henni líka nokkuð erfitt og reyndi mikið á hana. Síðasti kaflinn í bókinni heitir Hér og nú, og hefur nokkra sérstöðu vegna þess að hann er samtal okkar Vigdísar um hrunið. Þar fer hún yfir það hvernig það horfir við henni, hvað fór úrskeiðis og hvernig við ættum að byggja okkur upp að nýju. Hún segir þar meðal annars að henni hafi um tíma fundist eins og allt hennar starf, til dæmis landkynningarstarf á er- lendum vettvangi, væri fyrir bí.“ Samúð með viðfangsefninu Er hægt að skrifa bók eins og þessa án þess að draga upp glansmynd af viðfangsefninu? „Bókin er ekki skrifuð eftir mynstri heilagra manna sagna, enda er Vigdís manneskja en ekki dýrlingur. Og manneskjur gera mistök og engin ástæða til að reyna að fela það. Í rauninni skrifa ég þessa bók í svipuðum anda og ævisögu Jónasar. Það skrifar enginn bók af þessu tagi án þess að hafa ákveðna samúð með við- fangsefninu, enda er markmiðið að skilja persónuna og velta henni fyrir sér. Ef menn ganga til slíks verks með illvilja eða staðráðnir í að taka niður um viðkom- andi er sannarlega ástæða til að vantreysta höfundum. Hér er frekar verið að leita skilnings en fella dóma. Ég er að bregða upp mynd af Vigdísi, ævi hennar og gjörðum í þeim tilgangi að eftir lestur bókarinnar sé lesandi einhverju nær um persónuna og skilji hana betur. Síðan draga menn sínar ályktanir af því sjálfir. Rithöfundar eiga að treysta lesendum sínum, ekki að ætlast til að þeir kokgleypi allar sínar staðhæfingar. En ég er sannfærður um það að lesendur muni sjá Vigdísi í talsvert nýju ljósi.“ Nú er þetta mikil bók að vöxtum og hlýtur að hafa tekið á. Tekur ekki við tómarúm þegar slíku verki sleppir? „Það er vissulega skrýtin tilfinning. Ég vil gjarnan taka fram að þetta hefur verið afar skemmtilegt verk- efni og lærdómsríkt fyrir mig. Það hefur verið gaman að kynnast Vigdísi svona náið og ég vona líka að bókin endurspegli það, hún sé skemmtileg aflestrar þótt ekki sé alltaf bjart yfir. En ég vinn upp tómleikakenndina með því að halda áfram að skrifa. Ég hef lengi verið með bók í smíðum um Bjarna Thorarensen, skáld og amtmann á Möðruvöllum. Það er frábært efni sem ég ætla að reyna að klúðra ekki. Svo langar mig að skrifa ævisögu annars stórmerks 19. aldar manns, Sveinbjarnar Egilssonar. Ég datt inn í bréf hans fyrir mörgum árum á safni í Kaupmannahöfn og gat ekki slitið mig frá þeim, þau voru svo frábær- lega skrifuð, og frá þeim stafaði svo mikilli hlýju og húmanisma að ég varð snortinn. Þegar ég sagði svo við einn vin minn að mig langaði að skrifa ævisögu Svein- bjarnar, þá horfði sá á mig undrunaraugum og sagði: „Sveinbjörn Egilsson? Maður sem spilaði á flautu og var góður við börnin sín! Það hefur enginn áhuga á slíkum manni.“ En kannski eru tímarnir breyttir.“ Í bókinni segist Vigdís sjá eftir því að hafa ekki hætt árið 1992 eins og hún hafði alltaf ætlað sér. Það var lagt mjög hart að henni að halda áfram og hún ákvað að verða við þeim óskum þvert gegn eigin sann- færingu. Síðasta kjör- tímabilið varð henni líka nokkuð erfitt og reyndi mikið á hana. Vigdís með Þorvaldi bróður sínum. Vigdís, lífsreynd kona sem varð forseti. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.