SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 16
16 15. nóvember 2009 það sem ég vil hvenær sem er sólarhringsins. En mér finnst gott að komast í sveitina til að hvíla hugann.“ – Ætlarðu að flytja vestur um haf? „Ég er ekki hrifin af Bandaríkjunum og myndi frekar vilja búa í Evrópu. Ég hef einu sinni verið viku New York, þá var ég um tvítugt og líklega aðeins of ung, auk þess sem ég átti ekki nóga peninga. Það er ekkert gaman að vera blankur í New York.“ Það er gaman að fylgjast með Noomi skeiða á íslenska hestinum en blaðamaður fór með fjölskyldunni í reiðtúr um skóglendið í kringum búgarð fjölskyldunnar. Hún er sem límd við hnakkinn enda alin upp á hestbaki. „Þegar við fluttum aftur til Svíþjóðar var Hrafnkell búinn að kaupa Eld, Hvíta örn og Gyðju – og Eldur var hesturinn minn,“ segir hún. „Amma er líka mikil hestakona. Hún elskar hesta og átti þann besta sem hét Sörli. Ég fékk að fara á bak á Sörla þegar ég var lítil. Hann var sparihesturinn. Og amma tendr- aði í mér ástina á hestum. Þegar ég var hjá þeim á sumrin vann ég frá sjö á morgnana til eitt á daginn og fór svo á bak. Það fannst mér skemmtilegast. Það er líka hægt að ríða eins langt og maður vill á Íslandi; ég elska að ríða út í buskann þar til maður sér hvorki votta fyrir fólki né húsum.“ Þannig smitast ástríðan fyrir hestum milli kynslóða, frá ömmu Guðrúnu til Hrafnkels, þaðan til Noomi og nú er Line, tíu ára dóttir Óla, komin með hestadellu. „Þegar hún kemur til okkar förum við eins mikið á hestbak og mögulegt er – það eru hestahelgar!“ segir Noomi. Losnaði við stelpukroppinn Foreldrar Noomi skildu þegar hún var átján ára. „Það voru tvö ár sem voru mjög kaótísk,“ segir hún. „En ég var flutt að heiman þannig að þetta hafði helst í för með sér fyrir mig að ég kom heim og reyndi að hafa stjórn á atburðarásinni. En Hrafnkell hefur alltaf verið mér sem faðir og það hvarflaði aldrei að mér að það gæti breyst. Þetta var bara þannig að mamma vildi búa í bænum en hann gekk með sveitadraum- inn í maganum. Þau áttu því ekki samleið og ég held að þau hafi gert rétt. Ef ég horfi á þau núna eru þau miklu ham- ingjusamari, bæði fást við það sem þau hafa ástríðu fyrir og það er bara gott.“ Nina, móðir Noomi, er leikkona eins og dóttirin og fer raunar með hlutverk mömmunnar í fyrstu myndinni eftir bók Stiegs Larssons, Körlum sem hata konur. „Það var bara fínt,“ segir Noomi. „Ég hefði aldrei viljað að hún tæki að sér hlutverkið ef mér hefði ekki fundist hún passa í það. Ég er ekki með neina grillur um að fjölskyldur eigi að standa sam- an að því leyti. Ég þoli það ekki og vil bara fólkið sem passar hlutverkunum best. En mamma fór í prufu og þegar ég hitti leikstjórann eftir það sagði hann við mig að hún hefði verið frábær. Ég hafði ekkert um það að segja. Hann var mjög feg- inn. Atriðið er stutt og mér fannst mikilvægt að áhorfendur fyndu að þau ættu sér sögu. Þau hafa gengið í gegnum margt saman en það mátti ekki lýsa því í orðum, heldur varð það að liggja í loftinu frá fyrstu sekúndu. Það verður auðvitað létt- ara ef hún stendur manni nærri, þá sækir maður í þá orku.“ Hún segir að móðir sín hafi unnið að leiklist frá því hún muni eftir sér. „Ég sýndi því engan áhuga þegar ég var lítil, fannst það asnalegt. En það breyttist með Í skugga hrafnsins því það var kvikmynd og þar reyndu allir að vera eins eðli- legir og hægt var. Ég hreifst meira af því en að leika í leikhúsi þar sem allt er svo stórt og mikið. Ég vil að leikurinn sé sannur, endurspegli lífið eins og það er.“ Noomi lærði leiklist fyrst eftir komuna til Stokkhólms en ekki varð af því að hún færi í langt leiklistarnám. „Ég reyndi einu sinni en komst ekki inn og varð öskuvond,“ segir hún. „Ég ákvað að reyna aldrei aftur, heldur fara mínu fram. Svo ég fór að vinna, fékk hlutverk í sápuóperu sautján ára og stuttmyndir fylgdu í kjölfarið.“ Eitt leiddi af öðru, ófáum leikritum og kvikmyndum síðar landaði hún hlutverki í myndunum við bækur Stiegs Lars- sons. Þar er áberandi hve þar reynir mikið á líkama Lisbet- har Salander, ýmist er gengið í skrokk á henni eða hún lúskrar á öðrum. Og ekki fer á milli mála að leikkonan er í góðu formi. „Ég vildi það sjálf,“ svarar hún einbeitt. „Í bók- unum er hún ofsalega mjó, næstum því eins og hún sé með átröskun. Fyrir mér er hún fremur teiknimyndafígúra en manneskja af holdi og blóði og ég vildi gera hana raunveru- legri. Svo ég ákvað að fara ekki í megrun og verða þvengmjó því þá yrði ég ekki trúverðug í öllum þessum hasaratriðum. Ég vildi vera meira eins og strákur, æfði sparkhnefaleika í hálft ár fyrir tökur og var á sérstökum matarkúr, allt til að losna við stelpukroppinn. Ég reyni alltaf að komast inn að kviku á persónunni og átta mig svo á því hverju þarf að breyta í fari hennar. Það skiptir engu máli hvort hún er ljót eða falleg, stór eða lítil, feit eða grönn. Ef ég veit hvað er rétt fyrir hana verður að móta hana eftir því. Mér fannst að það yrði að sjást á kroppnum hvað Lisbeth Salander hefur gengið í gegnum. Og til þess varð ég að breyta því sem hægt var að breyta.“ Lisbeth óx inn í mig Eftir því sem líður á samtalið hlýtur sú spurning að vakna hvert Noomi sækir reiðina sem knýr Salander áfram. „Við erum með allt litróf tilfinninga inni í okkur, líka hatur og fyrirlitningu,“ segir hún. „Maður þarf bara að leita það uppi og stækka tilfinningarnar. En mér fannst aldrei erfitt að skilja hana. Frá því ég las bækurnar vissi ég hver hún var og það er ekkert skrítið eftir að hafa gengið í gegnum þetta hel- víti. Maður klæðir sig ekki í fötin á tökustað og hugsar með sér: „Nú er ég Lisbeth.“ Það er frekar eins og hún vaxi rólega inn í mig.“ Hún segir að fyrsta handritið sem hún hafi fengið í hend- urnar hafi verið hræðilega lélegt. „Ég og leikstjórinn köst- uðum því lengi á milli okkar, fleiri leikarar komu einnig að þeirri vinnu en ég vissi frá upphafi hvar áherslurnar væru réttar og hvar rangar. Lisbeth hafði verið gerð venjulegri, fyndnari og meira heillandi og ég sá strax að það gengi ekki upp. Hún talar ekki þannig – ekki hún! Áhorfendur þurfa að vita hvað bærist innra með henni en það er ekki hægt að segja allt, oft er nóg að nota augun og kroppinn.“ – Sum atriðin hljóta að hafa gengið nærri þér? „Já, það kemur sterkast fram í erfiðustu augnablikunum í lífi hennar úr hverju hún er gerð. Eftir nauðgunina hafði til dæmis verið skrifað í handritið að næst sæist hún skjálfandi í sturtu. En mér fannst það ekki gefa rétta mynd af henni. Hún er miklu praktískari en það. Þannig að við breyttum út frá handritinu, hún gengur heim, yrðir ekki á neinn, ekki lögguna, vinkonur eða fjölskyldu, heldur gáir að því í myndavélinni hvort hún geti stöðvað hann. Hún þraukar. Svo hlúir hún að sjálfri sér. Þannig vinnur hún. Mér fannst mikilvægt að nauðgunaratriðið væri virkilega gróft til að draga það fram hvað þarf mikið til að sigrast á mótlætinu. Ef atriðið hefði ekki gengið nærri fólki hefði það ekki verið satt. Auðvitað er erfitt að fara inn í þessar aðstæður en þegar ég veit að atriðið verður að vera í myndinni fer ég alla leið inn í það, geri allt sem ég get og sleppi taumnum.“ Þriðja myndin, Loftkastalinn sem hrundi, verður frum- sýnd hér á landi 15. janúar. En verður fjórða myndin gerð? „Stieg Larsson skrifaði bara tvær sögur og síðan dó hann. Framleiðendurnir hafa spurt mig um framhald en mér fynd- ist það svolítið kaldhæðnislegt að gera fjórðu myndina. Ég veit að það eru miklir peningar í spilinu en það kveikir ekki í mér. Ég gaf allt í þessar þrjár myndir.“ – Hvað um handritið sem er í bankahólfinu? „Hver veit,“ svarar hún. „Það veit enginn hvað það er komið langt. Það er stóra ráðgátan.“ Systurnar þrjár Særún Norén, systir Noomi, sem fædd er á Íslandi, tók myndirnar af fjölskyldunni á búgarði Hrafnkels og Evu í Svíþjóð. Hún er grafískur hönnuður og er í ljósmyndanámi. Vala er þriðja systirin, listhneigð og góður knapi. Það er gott samband á milli þeirra systra, þó að þær hittist ekki mikið. „Særún býr í Malmö og ég er alltaf að vinna,“ segir Noomi. „Svo fæddist Vala þegar ég var fjórtán ára, þannig að hún var pínulítil þegar ég flutti að heiman. En ég var mikið með hana á sumrin þegar hún var tveggja til fjögurra ára, þannig að ég var aukamamma hennar þegar hún var yngri. Það var meiri keppni á milli mín og Særúnar, enda ólumst við upp saman og lentum stundum í þrætum.“ Hún brosir. „Vala er aðeins of ung til að rífast við mig.“ – Þetta er mikið kvennaveldi sem Hrafnkell býr við. „Ég hafði ekki hugsað það þannig,“ segir Noomi og það kemur glampi í augun. „En það var gott að fá Lev – hann er strákur!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.